Fréttir

Ragnar og Isak búnir með sprettgönguna

Lesa meira

Isak og Ragnar keppa á morgun, fimmtudag, á HM

Lesa meira

Bikarmót á snjóbrettum (FIS) 16.-17. mars

Snjóbrettamót Íslands (FIS) / Akureyrarmót Snjóbrettadeild Skíðafélags Akureyrar heldur Brettamót Íslands í slopestyle og big air fyrir 12 ára og eldri Akureyrarmót í brettastíl fyrir 6 ár aog eldri.
Lesa meira

Stóðu sig vel á Evrópuhátíð Ólympíuæskunnar

Lesa meira

Ólympíuhátið Evrópuæskunnar lokið - okkar fólk stóð sig með sóma

Aron Máni með góða bætingu í stórsvigi
Lesa meira

Ólympíuhátið Evrópuæskunnar - 9 krakkar frá SKA taka þátt

Vetrarhátíðin fer að þessu sinni fram í Sarajevó og austur-Sarajevó í Bosníu-Hersegóvínu 9.-16. febrúar.
Lesa meira

Bikarmót alpagreina SKÍ - ENL mót á Akureyri verður haldið 2.-3. mars nk.

Bikarmót SKÍ - ENL mót á Akureyri sem áður var frestað verður haldið dagana 2.-3. mars nk. Skoðað verður þegar nær dregur að halda bæði mótin annan hvorn daginn. Keppt verður í 2 x stórsvigi. Fararstjórafundur er áætlaður kl. 20:00 á föstudag á skrifstofu SKÍ, Íþróttahölinni á Akureyri. Nánari dagskrá verður birt á vef Skíðafélags Akureyrar www.skidi.is Þátttökutilkynningar skulu berast í síðasta lagi miðvikudaginn 27. febrúar kl. 12:00 á netfangið almarun@akureyri.is Vinsamlega skilið þátttökutilkynningum á viðeigandi eyðublaði (entry form, sjá heimasíðu SKÍ). Áríðandi er að FIS númer fylgi skráningu. Upplýsingar um ferða-, gisti-, og þjónustuaðila á Akureyri og í nágrenni er að finna á www.visitakureyri.is Með skíðakveðju, Mótanefnd Skíðafélags Akureyrar
Lesa meira

Tilnefningar SKA til íþróttamanns Akureyrar fyrir veturinn 2018

Skíðafélag Akureyrar hefur tilnefnt fjóra glæsilega vetraríþróttamenn til að bera titilinn íþróttamaður Akureyrar. Þau eru Magnús Finnsson (alpagreinar karla), Katla Björg Dagbjörtsdóttir (alpagreinar kvenna), Isak Stian Peterson (skíðaganga) og Baldur Vilhelmsson (snjóbretti). Við óskum þeim til hamingju með tilnefninguna. Íþróttamaður Akureyrar verður valinn í Hofi miðvikudaginn 16. janúar k. 17.30, athöfnin er öllum opin.
Lesa meira

Byrjendanámskeiði á snjóbrettum frestað

Það er því miður ekki útlit fyrir að við getum haldið seinna námskeiðið byrjendanámskeiðið á snjóbrettum sem áætlað er um helgina. Við auglýsum nýja dagsetningu um leið og aðstæður breytast. Á móti kemur að það skapast tækifæri til að taka á móti fleirum þegar færi gefst. Áhugasamir sendið skráningar á brettadeildska@gmail.com - enn eru nokkur pláss laus.
Lesa meira

International Childrens Winter Games - Skíðagönguhópur SKA í góðum hópi

Á sunnudaginn lagði þessi hópur af stað til Lake Placid, USA til að taka þátt í International Childrens Winter Games undir nafni IBA. Hópinn skipa 4 skíðagönguiðkendur (Askur, Ás, Birta og Ævar), hokkýlið stúlkna og listhlaupastúlkur ásamt þjálfurum/fararstjórum. Við óskum þeim góðrar ferðar og góðrar skemmtunar Skíðafélag Akureyrar
Lesa meira