Félagsgjöld og keppnisleyfi

Þegar iðkendur æfa og búa í útlöndum en vilja keppa fyrir hönd SKA (FIS) t.d á mótum erlendis og heima þurfa þeir að vera félagar í SKA. Keppnisleyfið og félagsgjöldin eru 6500 kr. Sem þýðir að viðkomandi fær félagsgjaldið ókeypis. 

Keppnisleyfið með félagsgjöldum er hægt að greiða inni á NÓRA eða með því að senda póst á skagjaldkeri@simnet.is ef viðkomandi er ekki með lögheimili á Akureyri. 

Keppendur sem vilja æfa með SKA en keppa fyrir önnur félög geta gert það - en greiða æfingagjöld eins og aðrir - í gegnum Nóra ef viðkomandi er með lögheimili á Akureyri eða með því að borga beint inn á reiking félagsins skagjaldkeri@simnet.is. Ef iðkendur eiga lögheimili í sveitarfélagi sem greiðir frístundastyrk þarf viðkomandi að sýna fram á greiðslur við sitt sveitarfélag og fá styrkinn greiddan þaðan en borgar fullt gjald til SKA.