Styrkja SKA

Skíðafélag Akureyrar er að öllu leyti rekið af foreldrum og sjálfboðaliðum og með styrk frá Akureyrarbæ. Reglubundinn stuðningur dyggra félaga og fyrirtækja er okkur mikils virði en greiðslur frá iðkendum og Akureyrarbæ ná aðeins yfir 25% af rekstri félagsins. . 

Það eru nokkrar leiðir færar til þess að styrkja SKA. 

  • Leggja inn á reikninginn okkar 565-26-5099, kt 480101-3830 og gefa skýringuna "SKA rekstrarstyrkur" 
  • Gerast félagsmaður og greiða félagsgjöldin - Sportabler SHOP - þrjár leiðir! 
  • Kaupa auglýsingar á skilti í Hlíðarfjalli eða auglýsingar í mótaskrár. 

Skíðafélag Akureyrar eins og önnur íþróttafélög reiða sig að miklu leyti á styrki frá fyrirtækjum. Eitt af fjáröflunartækifærum SKA er að selja auglýsingar á lyftustaura og skilti í Hlíðarfjalli. Sú fjáröflun er hagkvæm og gagnleg leið fyrir fyrirtæki á svæðinu til að auglýsa starfsemi sína en styrkja gott málefni í leiðinni. 

Við leitum áfram á náðir fyrirtækja til að styrkja starfsemi Skíðafélags Akureyrar með því að greiða ákveðna upphæð árlega. Fyrirtækið stendur straum af gerð af hönnun og gerð auglýsingarinnar en foreldrar í SKA sjá um að koma auglýsingunni á skiltin og starfmenn Hlíðarfjalls hengja þau upp fyrir okkur. 

  • Við eigum þrjú stór skilti niður við stólalyftu sem kosta 300.000 kr. á ári. 
  • Við eigum lausa tvo staura á Fjarkanum sem kosta 200.00 kr. á ári. 
  • Við eigum lausa alla nýju lyftuna en hver staur þar kostar 150.000 kr. á ári. 

Allir sem gera auglýsingasamninga fá logo á heimasíðu SKA á www.skidi.is og í mótaskrá Skíðamóts Íslands sem haldið verður í byrjun apríl. 

Við erum með mótaskrá fyrir Skíðamót Íslands í vinnslu fyrir þá sem vilja koma að smærri upphæðum í einni greiðslu. 

Allur ágóði af sölu auglýsinga rennur beint inn í rekstur félagsins en lang stærsti kostnaðarliður félagsins er launakostnaður til að halda úti æfingum fyrir börn. Allri starfsemi félagsins er haldið úti af sjálfboðaliðum að flestum þjálfurum undanskildum. 

Nánari upplýsingar 

Stjórn SKA