Skíðafélag Akureyrar

Skíðafélag Akureyrar er sérgreinafélag innan Íþróttabandalags Akureyrar. Í félaginu eru starfandi fagnefndir fyrir alpagreinar, skíðagöngugreinar og brettagreinar. Samkvæmt lögum félagsins er tilgangur þess að efla iðkun skíða íþróttarinnar bæði meðal keppnismanna og almennings og auka áhuga á gildi íþróttarinnar. Íþróttafélagið stendur fyrir þjálfun í íþróttinni og því er mikilvægt að samvinna og samheldni ríki meðal félagsmanna og stjórnenda deilda auk þess sem þeir kappkosti að vinna að framgangi félagsins og markmiðum. Stjórnarmenn og þjálfarar í félaginu eru hvattir til að hafa frumkvæði og stuðla að virkri og árangursríkri samvinnu. Hér er um margþætta samvinnu að ræða sem nær ekki aðeins til allra þeirra sem annast stjórnsýslu hjá félaginu, heldur einnig til iðkenda og starfsmanna. Þá nær samvinnan einnig út fyrir raðir félagsins eins og til foreldra, skóla, Íþróttabandalags Akureyrar, Íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar, Skíðasamband Íslands og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Stefnt er að samstarfi við önnur íþróttafélög og grunnskóla þannig að börnum og unglingum verði sköpuð tækifæri til íþróttaiðkunar á breiðum grunni. Fjölhæf kunnátta og leikni barna í mörgum íþróttagreinum á unga aldri skilar sér í öflugum keppnis- og afreksmönnum framtíðarinnar. 

Fyrirmyndarfélag

Félagsmenn SKA eru stöðugt að reyna að gera betur, endurskoða starfsemina og vinna að framförum. Eitt af mikilvægum verkefnum stjórnar SKA er að sjá til þess að félagið uppfylli skilyrði ÍSÍ um fyrirmyndarfélag. Starfsárið 2019 til 2020 verður mikilvægt en það er undir félagsmönnum komið að uppfylla skilyrðin enda er það stefna Akureyrarbæjar að félög innan ÍBA fái ekki styrk nema að uppfylla skilyrðin. 

Það er mikilvægt fyrir félagið að allir félagsmenn hafi aðkomu að því að uppfylla skilyrði ÍSÍ um fyrirmyndarfélag. Eftirfarandi skjöl eru opin fyrir athugasemdir og í endurskoðun fram að aðalfundi félagsins sem haldinn verður í maí 2020. Mikilvægt er að sem flestir komi að endurskoðun á stjórnsýslu félagsins. 

Félagsmenn, vinsamlegast merkið athugasemdir @skaakureyri@gmail.com svo að tilkynningar um að athugasemdir hafi verið gerðar berist stjórninni. 

Aðrar stefnur og áætlanir í vinnslu

Ársreikningar

2018 

2017

2016

2015 

Fundargerðir aðalfunda

Aðalfundur haldinn 20. maí 2019 - fundargerð 

Aðalfundur haldinn 17. maí 2017 - fundargerð 

Ársskýrslur SKA 

2016 til 2017 

2018 til 2019

2019 til 2020