Hlutverk foreldra

Skíðafélagið og allar deildir þess er rekið af foreldrum iðkenda.  Allt er varðar utanumhald um æfingar og þjálfara, skipulag og framkvæmd móta, öryggismál, félagösstörf, fjáraflanir og annað er borið uppi af sjálfboðaliðastarfi foreldra. Þegar barn er skráð til æfinga hjá SKA er það yfirlýsing foreldra um að koma að starfi félagsins á einhvern hátt. Öll aðstoð er vel þegin - ekki hika við að hafa samband við formann SKA eða aðra í stjórn félagsins eða í stjórn alpa.- göngu eða brettadeildar (nánari upplýsingar hér) til að ræða hvernig þú getur komið að starfi félagsins. Það er gefandi, hressandi og skemmtilegt að starfa saman í SKA. Vinna við mót er skemmtileg og þar gefst tækifæri til að hitta aðra foreldra. Þeir sem ekki eru skíðandi fá far með stólnum upp og niður aftur. Hægt er að stoppa stólinn alveg á meðan sest er í hann og farið úr.
 
Mótahald er stór liður í starfi Skíðafélagsins.  Þegar mót eru haldin þurfum við á öllum okkar mannaskap að halda. Þú þarft hvorki að kunna á skíði eða bretti né vita í hverju það felst að halda mót. Aðrir sjá um skipulagið en á hverju móti þarf að manna marga pósta - helstu verkefnin sem við þurfum að manna á mótum eru þessi: 
 
  • Brautarvarsla: Fylgjast með þegar keppendur fara í gegnum brautina. Hvort sem er í Slopestyle eða Boardercross. Í boardercross þarf að fylgjast með því að keppendur fari réttum megin í gegnum hliðin. Ef ekki þarf að láta vita því viðkomandi er dæmdur út.
    Í slopestyle skiptir máli að vera til staðar ef keppandi dettur. Þá þarf að aðstoða viðkomandi keppanda hvort sem hann heldur áfram eða hættir keppni. Ef alvarleg meiðsli koma upp er kallað á sjúkragæslu.
  • Undirbúningur og frágangur við mót: M.a. þarf að láta börnin hafa númer og merkja við hver eru mætt. Aðstoða við að bera stangir og koma upp starti og marki. Taka á móti börnunum og fá vestin til baka og ýmis önnur tilfallandi verkefni.
  • Það þarf einnig að undirbúa braut með því að móta palla, laga box og fleira. ATH það er ekki ætlast til þess að allir hafi þekkingu þar en brautin er að mestu klár og reyndari aðilar stýra verkinu. Að undirbúa braut getur verið góð leið fyrir foreldra til að kynnast íþróttinni betur.
  • Sjoppa: Aðstoða við afgreiðslu í sjoppu. Það er alltaf einn vanur með. Á mótum SKA í Hlíðarfjalli er sjoppan einn valkostur ásamt öðrum tilfallandi störfum en á öðrum tímum sér Sjoppuhópurinn um reksturinn og að manna vaktirnar. Foreldrar geta sótt um aðgang í Sjoppuhópinn á facebook og tekið þar með þátt í fjáröflun. Fyrir hverja vakt myndast inneign upp í fjölskylduferð sem farin er ca. annað hvert ár eða inneign upp í keppnisferðir/keppnisgjöld. Ekki er hægt að fá inneign greidda út.
  • Fjáröflun; sækja styrki til fyrirtækja fyrir mótahaldi og tækjum og búnaði. 
  • Undirbúningur og frágangur við mót: M.a. þarf að láta börnin hafa númer og merkja við hver erlu mætt. Aðstoða við að bera stangir og koma upp starti og marki. Taka á móti börnunum og fá vestin til baka og ýmis önnur tilfallandi verkefni.
  • ÁN FORELDRA VERÐA HVORKI MÓT NÉ FÉLAGSSTARF!