Handbók SKA






Handbók Skíðafélags Akureyrar  

Endurskoðun  2025










 

Inngangur 

 

Þessi handbók er gerð fyrir alla þá er koma að starfi Skíðafélags Akureyrar, SKA, iðkendur, foreldra/forráðamenn, stjórnarfólk, þjálfara og í raun allt starfsfólk í ráðum og nefndum. Allar þær upplýsingar sem í handbókinni eru og vitneskja fyrrgreindra aðila um þær auka líkur á því að allir stefni í sömu átt 

SKA fékk fyrstu viðurkenninguna vorið 2021. 

Stjórn SKA hefur leitt verkefnið í samstarfi við félagsmenn og þá sérstaklega félagsmenn sem starfa í nefndum félagsins. 

Lokið í ágúst 2025

Fannar Gíslason, formaður.

Halla Sif Guðmundsdóttir, varaformaður.

Haraldur Örn Hansen Arnarson, gjaldkeri.

Andri Heiðar Ásgrímsson, ritari.

Kári Jóhannesson, fulltrúi skíðagöngunefndar og formaður skíðagöngunefndar.

Gunnar Þór Halldórsson, fulltrúi alpagreina og formaður alpagreinanefndar. 

Kristrún Lind Birgisdóttir, fulltrúi snjóbretta og formaður snjóbrettanefndar. 

Sigrún María Bjarnadóttir, fulltrúi foreldra.

Ólafur Kristinn Sveinsson, fulltrúi ungmenna.




 

 

Inngangur 2

Saga félagsins 5

Stefna og markmið 6

Meginstefna: 6

Almenn markmið: 6

Íþróttaleg stefna: 6

Félagsleg stefna: 6

Fjármálaleg stefna: 7

Skipurit SKA 8

Skipun stjórnar og hlutverk 8

Sérgreinanefndir: 9

Starfsnefndir: 9

Lög Skíðafélags Akureyrar 10

Meginhlutverk stjórnar 15

Aðalfundur 17

Alpagreinanefnd 18

Skíðagöngunefnd 19

Snjóbrettanefnd 20

Mótanefnd sérgreinanefnda 21

Barna- og unglinganefnd 21

Foreldraráð sérgreinanefnda 22

Andrésar Andar nefnd 22

Ferðanefnd alpagreinanefndar 22

Siðareglur stjórnar og nefndarmanna 23

Fjármálastjórnun 24

Fjáraflanir 24

Innheimta æfingagjalda 26

Félagsgjald 26

Þjálfun og þjálfarar 27

Félagsstarf (Barna og unglinganefnd og foreldraráð sérgreinanefnda) 27

Umgjörð, þjálfun og keppni 28

Andi stefnunnar 28

4-10 ára: 28

11-14 ára: 29

15 til 16 ára 30

17 ára og eldri 30

Kennsluskrá 31

Fræðslu og forvarnarstarf 32

Stefna félagsins í vímuvörnum 32

Jafnréttismál 36

Umhverfismál 39

Persónuvernd 40

 

 

Saga félagsins

Skíðafélag Akureyrar var stofnað 6. janúar 2001 sem arftaki Skíðaráðs Akureyrar en KA og Þór stóðu að Skíðaráði Akureyrar frá árinu 1938. Í þá daga skráðu iðkendur sig á æfingar ýmist hjá KA eða Þór og kepptu þá undir merkjum síns félags innan Akureyrar en oftast undir merkjum SRA eða Skíðaráðs Akureyrar utan heimavallar. Skíðaráð Akureyrar var eitt af sérráðum ÍBA en árið 1944 voru jafnframt starfandi sundráð, knattspyrnuráð og frjálsíþróttaráð á Akureyri. 

Árið 1988 voru Skíðaráðsmenn þeir Þröstur Guðjónsson formaður, Magnús Gíslason, Jóhannes Kárason, Ívar Sigmundsson og Jónas Sigurbjörnsson. Ívar Sigmundsson var jafnframt forstöðumaður Skíðastaða sem rak Hlíðarfjall. 

Júlíus Jónsson var kjörinn fyrsti formaður Skíðafélags Akureyrar en þegar það var gert var full sátt um þessa breytingu hjá móðurfélögum KA og Þór, sem og Íþróttabandalagi Akureyrar, enda var hugmyndin að stofnun Skíðafélags Akureyrar að hluta til komin frá fulltrúum þeirra. Ákvörðun um nafn félagsins var tekin á framhaldsstofnfundi, en efnt var til samkeppni um það á meðal félagsmanna. Nafn félagsins verður skammstafað SKA.

Með stofnun hins nýja félags var Skíðaráð Akureyrar lagt niður. Breyting skíðaráðsins í félag var einkum til að auka félagsvitund skíðaáhugafólks og efla og styrkja félagsskap þess og yfirráð yfir þeim málefnum er varða málefni félagsins. Á stofnfundi félagsins voru því sett lög, samþykkt skipurit og kosið í sérgreinanefndir félagsins, þ.e alpagreinanefnd, brettanefnd og norrænugreinananefndir. Auk sérgreinanefnda eru í félaginu sjö starfsnefndir sem sjá um afmörkuð verkefni eins og t.d. Andrésar Andarleikana, barna og unglingastarf, fræðslu og útbreiðslumál og fl. Núverandi heimasíða félagsins www.skidi.is var fyrst sett upp árið 2001. 

Formenn félagsins:

Júlíus Jónsson 2001 - 2003

Tómas Ingi Jónsson 2003 - 2006

Björn Gunnarsson 2006 - 2009

Hildigunnur Svavarsdóttir 2010 - 2012

Erlingur Guðmundsson 2012 - 2014

Guðjón Marteinsson 2014 - 2016  

Árni Páll Jóhannsson 2016 - 2018 

Kristrún Lind Birgisdóttir 2018 - 2023 

Fannar Gíslason 2023 - núverandi

Stefna og markmið 

Skipulag félagsinns byggir á lögum þess sem aðgengileg eru á heimasíðu félagsins: https://www.skidi.is/is/um-ska/log-felagsins. Verði samþykktar lagabreytingar á aðalfundi félagsins, skulu þær ávalt sendar til ÍSÍ og ÍBA til endanlegrar samþykktar.

Meginstefna: 

  • Að gefa börnum og unglingum tækifæri til að kynnast íþróttagreinunum.

  • Að brottfall iðkenda verði í lágmarki.

  • Að eiga keppendur í fremstu röð og styðja vel við bakið á afreksfólki okkar.

  • Að nýta afreksfólk félagsins til þjálfunar og kynningar á íþróttinni. 

  • Að bjóða upp á æfingar fyrir alla aldurshópa.

  • Að kenna börnum og unglingum aga, sjálfsvirðingu, og að bera virðingu fyrir þjálfara og öðrum iðkendum.

  • Að bjóða upp á íþrótt sem fjölskyldan getur iðkað saman.

Almenn markmið:

  • Að iðkendafjöldi verði kominn yfir 300 á næstu þremur árum. 

  • Að keppendur nái ásættanlegum framförum á milli ára. 

  • Að kominn verði fullnægjandi samningur við Akureyrarbæ um aðstöðu félagsins. 

  • Að árið 2030 hafi SKA eignast sitt eigið félagshúsnæði. 

  • Að félagið sé rekið hallalaust á hverju ári. 

  • Að bjóða upp á góða skíðaaðstöðu fyrir iðkendur frá 1. nóvember.

  • Að halda úti öflugri heimasíðu félagsins þar sem miðla má fréttum og fróðleik til almennings. 

Íþróttaleg stefna:

  • Að þjálfarar sjái um að framfylgja félagslegum og íþróttalegum markmiðum félagsins.

  • Að iðkendur nái sem bestum tökum á íþróttinni út frá eigin forsendum.

  • Að iðkendur félagsins standi sig vel sem liðsheild á mótum og séu félaginu til sóma.

  • Að félagið hafi vel menntaða og hæfa þjálfara sem sjái um æfingar.

  • Að félagið styrki og styðji þjálfara til að mennta sig enn frekar. 

Félagsleg stefna: 

  • Að öllum iðkendum líði vel og hafi ánægju af æfingum og keppni.

  • Að tekið sé tillit til mismunandi þarfa iðkenda. 

  • Að iðkendur læri að vera hluti af liðsheild og beri virðingu fyrir öllum sem að íþróttinni koma.

  • Að unnið sé með gildi innan íþróttarinnar.

  • Að stuðla að öflugum stuðningi foreldra og forráðamanna við starf félagsins.

  • Að halda úti öflugri heimasíðu með upplýsingum og fréttum úr starfinu.

  • Að búa þjálfara sem best undir að fræða iðkendur um forvarnir og aðra uppeldislega þætti. 

Fjármálaleg stefna: 

  • Stjórn félagsins sinnir fjármálalegri stefnu og rekstri.

  • Að rekstur félagsins sé sjálfbær.

  • Að rekstur félagsins standi fjárhagslega undir sér og sé ávallt hallalaus.

  • Að tekjur dugi fyrir öllum útgjöldum félagsins.

  • Að fjármagn til rekstrar komi frá æfingagjöldum, fjáröflunum og velunnurum félagsins.

  • Að gerð sé fjárhagsáætlun á hverju ári í hverri fyrir hverja sérgrein sem tekin er fyrir á fundi aðalstjórnar á hverju hausti.

  • Að alltaf skuli staðið við gerða samninga gagnvart starfsmönnum, iðkendum og öðrum aðilum.

  • Að þjálfarar og aðrir starfsmenn félagsins séu launþegar, en í þeim tilvikum sem um verktöku er að ræða sé skattalögum fylgt í hvívetna.

  • Að ekki sé stofnað til fjárskuldbindinga af neinu tagi nema heimild stjórnar sé fyrir því.

 

Skipurit SKA

Uppfært maí 2025.

Skipun stjórnar og hlutverk

Starfsemi félagsins byggist á sjálfboðaliðastarfi sem er undirstaða félagsins og grundvöllur fyrir því að hægt er að halda úti þróttmiklu íþróttastarfi til hagsbóta fyrir almenning og æsku bæjarfélagsins. Til að framfylgja stefnumótun og markmiðum félagsins til hins ýtrasta og tryggja að góður árangur náist í íþróttastarfi er nauðsynlegt að stjórnun og rekstur sé í föstum skorðum og að góð samvinna sé milli allra þeirra aðila sem að starfinu koma. 

Stjórn félagsins er ábyrg fyrir aðal starfsemi félagsins. Sérgreinanefndir og starfsnefndir starfa eftir sínu verksviði sem nánar er lýst hér fyrir neðan. Í einhverjum tilvikum verða ákvarðanir stjórnar SKA til þess að sérgreinanefndir og starfsnefndir starfi eftir sérstökum ákvörðunum félagsins. 

 

Sérgreinanefndir:

  • Alpagreinanefnd

  • Skíðagöngunefnd

  • Snjóbrettanefnd

  • Barna- og unglinganefnd

Starfsnefndir:

  • Andrésarandar nefnd

  • Ferðanefnd Alpagreina 

  • Foreldrafélag Alpagreina

  • Foreldrafélag Brettanefndar

  • Foreldrafélag Skíðagöngu

 

Kosning í sérgreinanefndir fer fram á aðalfundi félagsins. Stjórn félagsins getur skipað í starfsnefndir en oftast eru það nefndarmenn sem leggja til arftaka sína og taka það upp hjá sjálfum sér að sjá til þess að nefndirnar viðhaldist. Tilkynningar um breytingar á nefndum verða að berast til stjórnar og endurspeglast á vefsíðu félagsins. 

 

Lög Skíðafélags Akureyrar

1. gr.

Félagið heitir Skíðafélag Akureyrar, skammstafað SKA. Lögheimili þess og

varnarþing er á Akureyri.

2. gr.

Tilgangur félagsins er að vinna að eflingu skíðaíþróttarinnar á Akureyri, glæða áhuga

almennings fyrir gildi íþróttarinnar og virkja sem flesta til þátttöku í henni.

3. gr.

Merki félagsins er mynd af stöfunum SKA í bláum litum á hvítum grunni.

4. gr.

Allir geta gerst félagar í SKA. Foreldrar/forráðamenn sem eiga börn í félaginu gerast

sjálfkrafa félagsmenn. Sé félagi í skuld við félagið hefur hann ekki atkvæðisrétt á

aðalfundi.

5. gr.

Fjölskylda sem greiðir fyrir a.m.k einn iðkanda hefur atkvæðarétt á aðalfundi. Aðrir

sem ekki eiga börn sem iðkendur geta greitt félagsgjald og greitt atkvæði á aðalfundi.

Skal félagsgjaldið ákveðið á aðalfundi ár hvert. Félagsgjald rennur til félagsins.

Félagsgjald er innifalið í æfingagjöldum iðkenda.

6. gr.

Í félaginu starfa eftirfarandi nefndir:

Sérgreinanefndir:

1. Alpagreinanefnd.

2. Barna- og unglinganefnd 

3. Skíðagöngunefnd.

4. Brettanefnd.

5. Andrésar Andarnefnd.

Sérgreinanefndir eru kosnar á aðalfundi. Nefndir skipta með sér verkum á fyrsta fundi

sínum, nánari útskýringar á sérstökum hlutverkaskiptingu nefnda er að sjá í handbók

félagsins.

7. gr.

Aðalfund félagsins skal halda eigi síðar fyrir lok maí ár hvert. Aðalfundur hefur æðsta

vald innan félagsins og ákvörðunarrétt í öllum málum þess.

Aðalfund skal auglýsa opinberlega með minnst viku fyrirvara.

Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.

8. gr.

Á dagskrá aðalfundar skal taka eftirfarandi málefni:

1) Fundarsetning, formaður.

2) Kosning fundarstjóra og fundarritara.

3) Skýrsla stjórnar.

4) Reikningar félagsins lagðir fram til staðfestingar.

5) Lagabreytingar.

6) Ákvörðun um félagsgjald

7) Kosning formanns, annarra stjórnarmanna og sérgreinanefnda

9) Önnur mál.

9. gr.

Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða ræður úrslitum mála á aðalfundi. Þó öðlast

lagabreytingar og ákvarðanir um stofnun nýrra nefnda því aðeins gildi að þær hljóti

samþykki tveggja þriðju hluta þeirra sem atkvæða greiða, enda taki fullur helmingur

þeirra sem á fundi eru þátt í atkvæðagreiðslunni.

Kosningar skulu vera skriflegar og leynilegar sé þess óskað. Falli atkvæði jafnt skal

kosning endurtekin einu sinni. Verði þá aftur jafnt skal hlutkesti ráða.

10. gr.

Allir skuldlausir félagsmenn, 18 ára og eldri, hafa atkvæðisrétt, málfrelsi, tillögurétt og

kjörgengi til stjórnarstarfa á aðalfundi félagsins.

11. gr.

Aukaaðalfundi félagsins má halda ef stjórn telur nauðsynlegt eða ef 10 af hundraði

atkvæðisbærra félaga óska þess skriflega og tilgreina fundarefni það sem ræða skal.

Auka aðalfund skal boða með sama hætti og reglulegan aðalfund. Reglur um

aðalfund gilda eftir því sem við á um aukaaðalfund. Þó skulu lagabreytingar,

stjórnarkjör og ákvörðun um stofnun nýrra nefnda aðeins fara fram á reglulegum

aðalfund.

12. gr.

Stjórn félagsins skal skipuð formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og allt að 3

meðstjórnendum. Einn fulltrúi úr hverri sérgreinanefnd situr í stjórn félagsins sem

skipaður er af viðkomandi nefnd. Fulltrúi foreldra og fulltrúi ungmenna skulu sitja

a.m.k. 3 fundi á ári. Formaður skal kosinn sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin

sjálf með sér verkum. Kjörtímabil stjórnarformanns er milli aðalfunda. Kjörtímabil

annarra stjórnarmanna er tvö ár þó þannig að aldrei skal nema helmingur

stjórnarmanna ganga úr stjórninni samtímis. 

13. gr.

Stjórnarfundi skal halda reglulega og eigi sjaldnar en mánaðarlega yfir vetrartímann

og oftar ef þurfa þykir, þar með talið ef stjórnarmaður óskar þess. Formaður boðar til

stjórnarfunda.

Stjórnarfundir eru löglegir er meirihluti stjórnar er mættur. Einfaldur meirihluti ræður

úrslitum mála á stjórnarfundum. Falli atkvæði jafnt, ræður atkvæði formanns.

14. gr.

Stjórn félagsins fer með æðsta vald í málefnum þess milli aðalfunda. Stjórn félagsins

skal vinna að því að efla félagið á allan hátt og gæta hagsmuna þess útávið. Hún

skal einnig samræma starfsemi félagsins innávið og hafa eftirlit með starfsemi nefnda

félagsins. Stjórnin hefur umráðarétt yfir eignum félagsins og markar stefnu þess í

öllum veigamiklum málum. Hún skal þó jafnan hafa samráð við nefndir félagsins um

þau mál sem varða þær sérstaklega.

15. gr.

Stjórn félagsins getur veitt , að höfðu samráði við nefndir félagsins, viðurkenningar

fyrir íþróttaárangur eða störf í þágu félagsins, 16. gr.

Sérgreinanefndir félagsins skulu kosnar á aðalfundi félagsins. Stjórn félagsins

ákveður verkaskiptingu milli einstakra nefnda. Nefndarmenn skulu skipta með sér

verkum. Nefndir skulu skila skýrslum um starfsemi sína til stjórnar félagsins. Nefndir

skulu koma saman eins oft og þurfa þykir. Formaður nefndar boðar til fundar.

Formenn nefnda eiga rétt til setu á stjórnarfundum með málfrelsi og tillögurétt.

16. gr.

Stjórn getur boðað til fundar með einstökum nefndum eftir því sem þurfa þykir. Stjórn

getur breytt ákvörðunum nefnda ef hún telur ástæðu til. Nefnd er óheimilt að stofna til

skuldbindinga nema með heimild frá stjórn  félagsins.

17. gr.

Reikningsár félagsins er almanaksárið. Gera skal fjárhagsáætlun fyrir hvert starfsár

þar sem gera skal grein fyrir áætlun um tekjuöflun félagsins og áætluðum

rekstrargjöldum.

18. gr.

Allar eignir félagsins skulu vera í yfirumsjón stjórnar félagsins. Stjórn félagsins skal

varðveita skjöl félagsins og aðra muni, s.s. verðlaunagripi, gjafir o.s.frv.

19. gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði til bráðabirgða Þegar fyrsta stjórn félagsins er

kosin skal kjósa fimm stjórnarmenn til eins árs en fimm til tveggja ára á næsta

aðalfundi gildir síðan regla 12. gr. 

Samþykkt á stofnfundi félagsins á Akureyri 25. nóvember árið 2000

Með breytingu samþykkt 22. maí 2001, 29. nóvember 2003, 18. nóvember 200, 28.

september 2009, 20. maí 2019, 20. maí 2020,17. maí 2022 og 23. maí 2023.

 

 

Meginhlutverk stjórnar

Meginhlutverk stjórnar félagsins er að stýra starfseminni í samræmi við vilja félagsmanna eins og fram kemur í lögum félagsins, fundarsamþykktum, samþykktri stefnu og settum markmiðum hverju sinni. Þá skal leitast við að byggja upp og viðhalda heilbrigðum félagsanda í íþróttinni.  Af einstökum verkefnum stjórnar má m.a. nefna:

  • Áætlanagerð fyrir almenna starfsemi og framkvæmdir til lengri og skemmri tíma.

  • Að móta hugmyndir og tillögur um ný viðfangsefni.

  • Að leysa vandamál sem upp kunna að koma.

  • Að framfylgja samþykktum og ályktunum.

  • Að fylgjast með að áætlanir og fjárhagur haldist í hendur.

  • Að taka á móti erindum sem berast og afgreiða þau.

  • Að undirbúa fundi og boða til þeirra.

  • Að skipta verkum með einstökum stjórnarmönnum, nefndum og félagsmönnum og samræma störf  þeirra. 

  • Að sjá til þess að nefndir félagsins séu virkar og vel mannaðar. 

  • Að deila tækifærum til endurmenntunnar til þjálfara, iðkenda og félagsmanna. 

  • Upplýsa félagsmenn um störf félagsins, helstu fréttir og viðburði í gegnum Sportabler, Facebooksíðu SKA og heimasíðu félagsins á www.skidi.is 

Formaður

Ábyrgðarmesta hlutverk stjórnar er í höndum formanns félagsins.  Það er mjög mikilvægt að formaður hafi stjórnunarhæfileika og sinnir starfi sínu af áhuga.  Nauðsynlegt er fyrir formann félagsins að hafa staðgóða þekkingu á málefnum er varða skíðaíþróttina. Hið sama gildir um stjórnendur nefnda félagsins.  Formaður þarf einnig að hafa gott lag á því að skipta verkum með stjórnarmönnum þannig að allir hafi ákveðnum verkefnum að sinna. Þá þarf hann einnig að hafa yfirsýn yfir að verk séu unnin rétt og vel og tímamörk séu haldin. Gagnkvæmt traust formanns og annarra stjórnarmanna er helsta forsenda þess að stjórnunarstarf beri árangur. Framkoma formanns og annarra stjórnarmanna, jafnt í starfi fyrir félagið sem utan þess, á að vera öðrum félagsmönnum fyrirmynd.  

Helstu verksvið formanns eru:

  • Að koma fram fyrir hönd félags og vera málsvari þess gagnvart öðrum aðilum.

  • Að undirbúa stjórnarfundi, sjá til þess að til þeirra sé boðað og stjórna þeim samkvæmt framlagðri dagskrá hverju sinni.

  • Að sjá til þess að félagsmenn séu alltaf vel upplýstir um tilgang og markmið félagsins. 

  • Að sjá til þess að lögum félagsins og samþykktum félagsfunda og aðalfunda sé framfylgt.

  • Að sjá til þess að öll erindi sem félaginu berast séu afgreidd svo fljótt sem auðið er.

  • Að sjá til þess að starfsemi félagsins sé vel skipulögð og fari vel fram á öllum sviðum.

  • Að sjá til þess að sem flestir félagsmenn séu virkjaðir til starfa í félaginu.

  • Að félagsmönnum sé gefinn kostur á því að meta reglulega hvernig félagsstarfið gengur og hvort breyta þurfi um leiðir til að ná settum markmiðum.

  • Að hafa umsjón með samningum sem félagið gerir.

 

Varaformaður

Í forföllum formanns tekur varaformaður við störfum hans. Hann þarf því að vera vel að sér í málefnum félagsins eða viðkomandi nefnda til þess að geta tekið við forystuhlutverki með stuttum fyrirvara.  Nauðsynlegt er að varaformaður taki að sér umsjón með ákveðnum þáttum félagsstarfsins og sé þannig tengiliður milli stjórnar, ýmissa nefnda og starfshópa. 

Varaformaður tekur að sér samskipti stjórnar við Andrésarnefnd og upplýsir stjórn um stöðu mála, tekur að sér sérverkefni sem snýr að þróun félagsins fyrir iðkendur.

Ritari

Ritari gegnir veigamiklu hlutverki í stjórn félagsins.  Miklu máli skiptir að hann vinni af alúð og haldi af nákvæmni saman öllum gögnum sem félaginu berast, s.s. að skrá fundargerðir og skýrslur. Nauðsynlegt er að ritari taki að sér umsjón með ákveðnum þáttum félagsstarfsins og sé þannig tengiliður milli stjórnar og ýmissa starfshópa. Meðal helstu verkefna ritara má nefna:

  • Að skrá fundargerðir á stjórnarfundum og félagsfundum þegar ekki eru kjörnir sérstakir fundarritarar.

  • Sjá til þess að fundargerðir, skýrslur og ársreikningar séu birtar á heimasíðu félagsins og öllum aðgengilegar.

  • Að sjá um bréfaskriftir í samráði við formann, aðra stjórnarmenn eða framkvæmdastjóra.

  • Að undirbúa ársskýrslu og e.t.v. fleiri skýrslur um starfsemina í samvinnu við formann og framkvæmdastjóra.

  • Að byggja upp gagna- og heimildasafn félagsins á vefsíðu félagsins. 

  • Að sjá til þess að bréf og skjöl séu í góðri vörslu og aðgengileg öllum stjórnarmönnum.

  • Halda utan um auglýsingastyrki á vegum félagsins upp í Hlíðarfjalli. 

Gjaldkeri 

Meginhlutverk gjaldkera er að hafa umsjón með fjármálum og annast reikningshald þess. Nauðsynlegt er að gjaldkeri sé vel að sér í bókfærslu auk þess sem hann þarf að hafa góða yfirsýn yfir efnahag félagsins. Faglegu hlutverki gjaldkera getur verið komið í hendurnar á fagmönnum en þá er það hlutverk gjaldkera að hafa yfirumsjón og bera ábyrgð á því að verkefnin séu unnin og þeim framfylgt.   

Meðal helstu verkefna gjaldkera eru:

  • Að hafa umsjón með innheimtu félagsgjalda.

  • Að sjá um að skila skýrslu til ÍSÍ.

  • Að sjá til þess að gjöld sem ber að greiða séu greidd.

  • Að reikna út laun og launatengd gjöld þjálfara og greiða þau.

  • Að sjá til þess að skuldir séu innheimtar.

  • Að ávaxta lausafé og varasjóð.

  • Að annast gerð fjárhagsáætlunar.

  • Að annast gerð ársreiknings.

Meðstjórnendur

Þrír meðstjórnendur eru skipaðir af sérgreinanefndum skíðagöngu, alpagreina og snjóbretta. Þeir sjá um að upplýsa stjórnina um stöðu málefna sinnar nefndar þannig að umræður og umfjöllunarefni stjórnar SKA endurspegli hjartað í starfsemi félagsins hverju sinni. 

Aðalfundur

Stjórn félagsins skal skipuð sjö mönnum; formanni, varaformanni, gjaldkera og ritara sem kosnir eru á aðalfundi. Þrír meðstjórnendur eru síðan skipaðir af nýkjörnum sérgreinanefndum. Formaður skal kosinn sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum. Kjörtímabil formanns og meðstjórnenda er á milli aðalfunda en tvö ár hjá öðrum stjórnarmönnum. Leitast skal við að aldrei gangi nema helmingur stjórnarmanna úr stjórn samtímis. Á aðalfundi skal einnig kjósa skoðunarmann reikninga félagsins.

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund félagsins skiptir aðalstjórn með sér verkum og kýs varaformann, ritara og gjaldkera.

Stjórn fer með æðsta vald félagsins milli aðalfunda.  Henni ber að efla félagið og gæta hagsmuna þess út á við sem heildar.  Hún hefur umráð yfir eignum félagsins og ræður starfsemi þess en hefur samráð við nefndir um stefnumörkun og starfsemi nefndanna.  Stjórn félagsins er skylt að hafa eftirlit með fjárreiðum nefnda enda hafi nefnd heimild til þess að fara með fjárráð sín samkvæmt ákvörðun stjórnar. Ætíð skal heimilt að krefja nefndir um rekstraryfirlit og greiðslustöðu þegar ástæða þykir til.  Stjórn skal boða á fund sinn formenn nefnda sem gefa þá skýrslur um starfsemina. Stjórn skal færa fundargerðir á Google drifi félagsins og deila í facebook grúppu stjórnarinnar. 

 

Alpagreinanefnd

Hlutverk nefndar er að efla þátttöku og getu í alpagreinum með því að:

  • Sjá til þess að þjálfarastöður séu auglýstar, ráða og gera samninga við þjálfara. 

    • Skila tímum til bókara félagsins mánaðarlega.

  • Efla menntun þjálfara með því að halda að þeim upplýsingum um framboð á námskeiðum. SKA greiðir kostnað við þjálfaranámskeið sem alpagreinanefnd leggur áherslur á að séu sótt - en þjálfarar bera kostnað af ferðalögum. 

  • Hafa frammi áróður og upplýsingar til að fjölga þeim er æfa.

  • Aðstoða við mótahald.

  • Sjá um að ganga frá keppnisleyfum.

  • Bæta aðstöðu til iðkunar alpagreina í samráði við viðkomandi aðila / öryggismál.

  • Sjá um búnaðarmál keppenda og samninga þar að lútandi.

  • Hitta þjálfara reglulega og fara yfir starfið og hvort þjálfunarmarkmið hafi náðst. Þjálfarar skiptast þar á skoðunum og bera saman bækur sínar.

Að efla þátttöku almennings í alpagreinum með því að:

  • Halda skíðanámskeið fyrir nýliða þegar því verður við komið. 

  • Halda skíðanámskeið fyrir foreldra þegar þar verður við komið. 

  • Reka hvers konar áróður um hollustu og ágæti greinarinnar. 

 Starfssvið er varðar mótahald

  • Skipulag mótadagskrár alpagreinandefndar í samráði við barna- og unglinganefnd og þjálfara.

  • Umsókn móta. 

  • Skipa mótanefnd alpagreinanefndar

Í nefndinni sitja í það minnsta: 

  • Formaður sem einnig á sæti í aðalstjórn

  • Einn sem sér um mótamál 

  • Einn sem sér um skíðadaga og nýliðunar verkefni (þátttaka almennings)

  • Einn sem sér um þjálfaramál

  • Einn sem sér um búnaðarmál

 

Skíðagöngunefnd

Hlutverk skíðagöngunefndar er að efla þátttöku og getu í skíðagöngu með því að:

  • Sjá til þess að þjálfarastöður séu auglýstar, ráða þjálfara og gera samninga við þjálfara. 

    • Skila tímum til bókara félagsins mánaðarlega.

  • Efla menntun þjálfara með því að halda að þeim upplýsingum um framboð á námskeiðum. SKA greiðir kostnað við þjálfaranámskeið sem skíðagöngunefnd leggur áherslur á að séu sótt - en þjálfarar bera kostnað af ferðalögum. 

  • Vinna markvisst að því að koma skíðagöngu á framfæri meðal almennings og stuðla þannig að nýliðun og aukningu iðkenda SKA. 

  • Aðstoða við mótahald.

  • Sjá um að ganga frá keppnisleyfum.

  • Bæta aðstöðu til iðkunar skíðagöngu í samráði við rekstraraðila svæða og tryggja að öryggismálum sé sinnt.

  • Sjá um búnaðarmál keppenda og samninga þar að lútandi.

  • Hitta þjálfara reglulega og fara yfir starfið og hvort þjálfunarmarkmið hafi náðst. Þjálfarar skiptast þar á skoðunum og bera saman bækur sínar.

Efla þátttöku almennings í skíðagöngu með því að:

  • Halda skíðagöngunámskeið.

  • Sjá um almennings skíðagöngur.

  • Upplýsa fólk um hollustu og ágæti greinarinnar. 

 Starfssvið varðandi mótahald:

  • Skipulag mótadagskrár í samráði við þjálfara.

  • Umsókn móta. 

  • Skipa mótanefnd skíðagöngunefndar

Í nefndinni sitja í það minnsta 3 einstaklingar auk fulltrúa þjálfara:

  • Formaður og aðilar sem sitja í nefndinni hverju sinni skipta með sér verkum.  

 

Snjóbrettanefnd

Að efla þátttöku og getu í brettagreinum með því að:

  • Sjá til þess að þjálfarastöður séu auglýstar, ráða og gera samninga við þjálfara. 

    • Skila tímum til bókara félagsins mánaðarlega.

  • Efla menntun þjálfara með því að halda að þeim upplýsingum um framboð á námskeiðum. SKA greiðir kostnað við þjálfaranámskeið sem snjóbrettanefnd leggur áherslur á að séu sótt - en þjálfarar bera kostnað af ferðalögum. 

  • Hafa frammi áróður og upplýsingar til að fjölga þeim er æfa.

  • Aðstoða við mótahald.

  • Sjá um að ganga frá keppnisleyfum.

  • Bæta aðstöðu til iðkunar brettaiðkunar í samráði við viðkomandi aðila / öryggismál.

  • Sjá um búnaðarmál keppenda og samninga þar að lútandi.

  • Hitta þjálfara reglulega og fara yfir starfið og hvort þjálfunarmarkmið hafi náðst. Þjálfarar skiptast þar á skoðunum og bera saman bækur sínar.

Að efla þátttöku almennings í brettagreinum með því að:

  • Bjóða upp á opna tíma á haustin og auglýsa starfsemina.

  • Halda opinn kynningarfund fyrir foreldra og áhugasama.

  • Reka hvers konar áróður um hollustu og ágæti greinarinnar. 

  • Stuðla að bættri aðstöðu til snjóbrettaiðkunar í Hliðarfjalli og við Skautahöll. 

 Starfssvið er varðar mótahald

  • Skipulag mótadagskrár brettanefndar í samráði við barna- og unglinganefnd og þjálfara.

  • Umsókn móta. 

  • Stjórn brettanefndar er ábyrg fyrir framkvæmd móta

Í nefndinni sitja í það minnsta 3 einstaklingar:

  • Formaður sem einnig á sæti í aðalstjórn

    • Sér um þjálfaramál

    • Verkstýrir stjórninni

  • Einn sem sér um mótamál og búnaðarmál

  • Einn sem sér um brettakvöld og nýliðunar verkefni (þátttaka almennings)

 

Mótanefnd sérgreinanefnda

Hlutverk nefndanna er að:

  • Ábyrgð mótahalds á vegum félagsins

    • Tímasetningar og tilkynningar

    • Móttaka skráninga og úrvinnsla úrslita

    • Ábyrgð og uppsetning á allri aðstöðu vegna keppnishalds, í samstarfi við þjálfara 

  • Mönnun mótahalds (hliðarvarsla, brautarvarsla, brautarlagnir, viðhald brauta, úrvinnsla, uppsetning starts marks, keppnisnúmer, tímataka, ræsir, markstjórn, þulur).

  • Tæknilegar úrlausnir (tímataka, úrslit á heimasíðu, fjarskipti)

  • Upplýsingaflæði til keppenda og áhorfenda. 

  • Samskipti við eftirlitsmenn og umsjón þeirra í samstarfi við SKI

  • Sjá um að útvega verðlaunagripi fyrir bikarmót og FISmót í samstarfi við SKÍ, en barna og unglinganefnd sér um verðlaunagripi fyrir innanfélagsmót.

  • Fararstjórafundir þegar við á.

  • Umsjón, viðhald og ábyrgð á öllum tímatöku- og tæknibúnaði í eigu  félagsins 

  • Samskipti við rekstraraðila Hlíðarfjalls vegna undirbúnings og aðstoðar fyrir mótahald á vegum félagsins

Athugun kapla og lagna í Hlíðarfjalli sem notaðir eru af  félaginu

Barna- og unglinganefnd 

Starfssvið barna- og unglinganefndar: 

  • Skipuleggur sameiginlegt félagsstarf.

    • Páskaeggjamót - opið mót

    • Skipuleggur dagskrá fyrir iðkendur á Andrésar andar leikunum.

  • Sér um fjáraflanir sem við koma störfum nefndarinnar.

  • Halda við og sjá um samskipti við samstarfsaðila vegna félagsfatnaðar.

Æskilegt er að í barna- og unglinganefnd séu 3 nefndarmenn. Til að nefndin geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart öllum hópum félagsins er æskilegt að 1 fulltrúar séu frá hverjum hópi, þ.e. samtals 1 frá alpagreinum, þá séu 1 fulltrúi frá snjóbrettum og 1 fulltrúi frá skíðagöngu.

Nefndarmenn skipta með sér verkefnum.

Foreldraráð sérgreinanefnda

Æskilegt er að í foreldraráði hverrar sérgreinar séu 4-5 nefndarmenn. Fulltrúi hverrar sérgreinar sem situr í barna og unglinganefnd er formaður ráðsins og fær svo til liðs við sig 3-4 sjálfboðaliða úr mismunandi aldursflokkum hverrar sérgreinar. Nefndarmenn skipta með sér verkefnum.

Hlutverk ráðs: 

  • Skipuleggur sameiginlegt félagsstarf hverrar sérgreinar.

    • Uppákomur á æfingatíma í samráði við þjálfara

    • Uppákomur utan æfingatíma þar sem að foreldrum og systkinum er e.t.v. boðið með.

  • Skipuleggur ferðalög á vegum hverrar sérgreinar í samstarfi við þjálfara, útvega gistingu o.fl. Td. Jónsmót á Dalvík eða sambærilegar ferðir. 

  • Skipuleggur lokahóf eftir tímabilið þar sem veittar eru viðurkenningar fyrir veturinn, farið í leiki og veitingar frambornar.

  • Skipuleggur og heldur utan um æfingabúðir fyrir Andrésar Andar leikana

  • Sér um að útvega verðlaunagripi fyrir innanfélagsmót

Andrésar Andar nefnd

Verkefni Andrésar Andar nefndarinnar er að sjá um undirbúning og skipulagningu Andrésar Andar leikanna.  Nefndina skipa 8 aðilar. Innan nefndarinnar starfar framkvæmdanefnd sem er skipuð 3 nefndarmönnum. 

Nefndin skiptir með sér verkum með eftirfarandi hætti:

  • Framkvæmdanefndin sér um alla samninga og innkaup á verðlaunum. 

  • Gjaldkeri sér um öll fjármál. 

  • Einn nefndarmaður sér um útgáfumál, þ.e. mótaskrá, skrá um úrslit, frágang auglýsinga o.fl. 

  • Einn nefndarmaður sér um skráningarmál, tölvuvinnslu, úrvinnslu o.s.frv. 

  • Tveir nefndarmann sjá um smíðar og undirbúning á setningu og slitum leikanna (Íþróttahöll). 

  • Einn nefndarmaður sér um mótsstjórn. 

  • Nefndarmenn sjá sameiginlega um fjáröflun, auglýsingasöfnun o.fl.  

Ferðanefnd alpagreinanefndar

Starfssvið ferðanefndar er að skipuleggja og bera ábyrgð á utanlandsferðum í nafni félagsinns: 

  • Sjá um og skipuleggja æfinga- og keppnisferðir erlendis (hvernig á að fara, hvar á að gista, hvar á að borða, hvað kostar þetta)

  • Sjá um upplýsingaflæði til keppenda og foreldra um ferðir

  • Samskipti við stjórn og miðla upplýsingum 

  • Leggja fyrir stjórn kostnaðaráætlun fyrir hverja ferð

  • Fjáröflun vegna ferða erlendis í samráði við iðkendur

  • Sækja um ferðastyrki

 

Æskilegt er að nefndarmenn séu 2-4. Nefndarmenn skipta með sér verkum.

Siðareglur stjórnar og nefndarmanna

Siðareglur - byggja á siðareglum IBA

 

Fjármálastjórnun

Stefna félagsins er að fjárhagsleg staða sé ávallt jákvæð og að hún geti stutt við uppbyggilegt og árangursríkt starf félagsins. Rekstur skal vera hallalaus á hverju ári. Ávallt skal staðið við gerða samninga og staðið í skilum með greiðslur. Allur rekstur félagsins skal vera sýnilegur og í samræmi við landslög. Gjaldkeri er ábyrgur fyrir fjármálum félagsins og eru allar greiðslur óheimilar án samþykkis hans. 

Varaformaður og gjaldkeri í samráði við stjórn hafa reglubundið eftirlit með fjármálum félags. Félagið færir bókhald sitt samkvæmt reglugerð ÍSÍ um fjárreiður íþróttafélaga. 

Félagið hefur sett sérstakar reglur til undirnefnda um hvernig stofnað er til útgjalda.

Fjáraflanir 

Allar fjáraflanir skulu vera í nafni félagsins og hlíta þeim reglum sem gilda um fjáraflanir innan félagsins. Hver sérgreinanefnd skal halda utan um fjáraflanir innan sinna nefnda. Bankareikningar skulu stofnaðir með samþykki stjórnar og koma fram í bókhaldi hennar. Óheimilt er að skuldsetja hópa vegna ferðalaga erlendis eða innanlands nema með samþykki stjórnar.

Meginreglur varðandi fjáraflanir og safnanir eru: 

  • Einstaklingar sem vilja safna fyrir ferðum til útlanda sem þau hafa verið valin til - með því að leita til fyrirtækja geta gert það í samráði við stjórn félagsins. Best er að viðkomandi  sendi póst á formann til að upplýsa um fyrirhugaða einstaklings söfnun til að tryggja að ekki verði árekstur á samningaviðræðum við fyrirtæki sem styrkja félagið, Andrés eða annars konar reglubundinn stuðning. 

  • Ferðalög innanlands; miðað sé við að þau séu fjármögnuð með fjáröflunum og foreldrum sjálfum. 

  • Aðalrekstur félagsins - Auglýsingar og skilti. Fulltrúi úr aðalstjórn sér um að safna styrkjum á skilti á vegum félagsins og gera samninga um greiðslur þar um.

 

 

Reglur varðandi fjáraflanir iðkenda og ráðstafanir hans:

1. Allir iðkendur SKA sem taka þátt í viðburðum utan Akureyrar geta tekið þátt í fjáröflun.

2. Fjáröflun er ekki greidd út ef iðkandi hættir.

3. Fjáröflun er í höndum foreldrafélagsins sem skiptir með sér verkum og sjá því ákveðnir aðilar um þessi mál. Þeir sjá um að ákveða hvaða fjáröflun er hverju sinni og skipuleggja hana. Búa til auglýsingu til að nota í fjáröflun ásamt því að gera skjal sem heldur utan um allt sem tengist fjáröflun s.s. sölutölur og stöðu inneignar hvers og eins ef ákveðið hefur verið að fjáröflunin sé þess eðlis.

4. Við notumst við abler til að auglýsa fjáraflanir sem iðkendur geta tekið þátt í.

5. SKA á bankareikninga sem heldur utan um þær fjárhæðir sem safnast. Allar fjáraflanir í nafni nefndanna skulu lagðar inn á reikning í eigu SKA.

6. Flestar fjáraflanir á vegum SKA eru eyrnamerktar hverjum og einum iðkanda. Inneign hvers iðkanda er þá skráð í viðeigandi skjal, fulltrúi í foreldrráði heldur utanum hvað hver á og sendir beiðnir til foreldrafélags ef nota á inneign. Foreldraráð hefur þó heimild tilað stofna til hópfjáröflunar á vegum félagsins sem ekki eru eyrnamerkt hverjum iðkenda. 

7. Hægt er að nota inneignir til að greiða kostnað vegna æfinga- og keppnis ferða. 

8. Ef iðkandi hættir og hefur ekki nýtt alla inneign sína má færa inneignina yfir til systkina innan SKA.

9. SKA  heldur inneign í 12 mánuði eftir að iðkandi hættir ef viðkomandi skyldi skipta um skoðun eða á systkini sem byrjar að æfa, eftir það rennur inneignin óskert til SKA.

 

Fjármálastefna félagsins byggir á eftirfarandi:

Starfsemi SKA er að lang mest leyti skipulag um starfsemi fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára. Þegar ungmenni eru orðin 18 ára fjármagna iðkendur sjálfir sína atvinnumennsku. 

Fjárhagsáætlanir eru gerðar fyrir hvert rekstrarár fyrir hverja sérgreinanefnd félagsins. Alpagreinanefnd, snjóbrettanefnd og skíðagöngunefnd leggja fram fjárhagsáætlanir og stjórn félagsins ber ábyrgð á því að heildar reksturinn gangi upp. Heildar rekstraráætlun hvers árs er skilað til ÍBA. 

Rekstrarárið er frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.

Laun þjálfara eru samræmd og miðast við menntun, reynslu, umfang og iðkendafjölda. Fyllsta jafnréttis skal gætt við greiðslu launa til karl- eða kvenkyns þjálfara. Sambærileg laun skal greiða þjálfurum hvort heldur viðkomandi þjálfar stúlkur eða drengi. 

Þjálfarar eru með skriflega samninga, eru ýmist á tímakaupi eða með fastan tímabundinn samning. Í einstaka tilvikum er um verktöku að ræða en þá er landslögum og skattalögum fylgt og farið eftir leiðbeiningum Ríkisskattstjóra og bókhaldsþjónusta skilar verktakamiðum til RSK.

Ársreikningar félagsins eru birtir á heimasíðu SKA. 

Innheimta æfingagjalda 

Æfingagjöld eru ákveðin af stjórn félagsins tvisvar á ári, fyrir sumar/haustæfingar og vetraræfingar. Sérgreinanefndirnar leggja fram tillögu að verðskrá og fjárhagsáætlun sem þarf að vera fjárhagslega sjálfbær nema að annað sé ákveðið. 

Skráning iðkenda fer alltaf fram í Sportabler og þar er hægt að greiða með greiðsluseðlum eða kreditkortum - hægt er að óska eftir millifærslum en þá hafa foreldrar/iðkendur samband við gjaldkera. Venjulega eru æfingagjöld ekki endurgreidd nema ef iðkandi slasast snemma á tímabilinu.

Félagsgjald

Félagsgjald er árlegt gjald fyrir þá sem óska eftir því að vera félagar og/eða velunnarar Skíðafélags Akureyrar. Félagsgjaldið er ákveðið af stjórn félagsins og staðfest á aðalfundi. Markmið félagsgjaldsins er að styðja við almenna starfsemi félagsins.

Félagsgjald er óháð æfingagjöldum og er forsenda fyrir virkri félagsaðild. Greitt félagsgjald veitir félagsmönnum atkvæði á aðalfundum og öðrum viðburðum félagsins auk kjörgengis til stjórnar og nefnda.

Innheimta félagsgjalds fer fram árlega í gegnum greiðsluleið í abler eða með sérstökum greiðsluseðli samkvæmt ákvörðun stjórnar. Greiðsluseðlar sem sendir eru út í gegnum heimabanka eru valfrjálsir og eru birtir í upphafi árs.
Félagsmenn sem ekki eru virkir iðkendur eða forráðamenn virkra iðkenda geta því greitt félagsgjald til að styðja við starf félagsins og viðhalda félagsaðild sinni.

Upphæð félagsgjalds fyrir hvert ár skal tilkynnt og birt á heimasíðu SKA svo allir félagsmenn hafi yfirsýn og upplýsingar um greiðslufresti. 

 

Þjálfun og þjálfarar

Félagið stefnir að því að þjálfarar kynni sér nýjustu strauma og stefnur í viðkomandi íþróttagrein og taki þátt í þeim námskeiðum sem ÍSÍ og viðkomandi sérsamband standa fyrir hverju sinni. Þjálfarar skulu eftir því sem kostur er vera menntaðir á sviði íþrótta og með sérþekkingu í viðkomandi grein. Skulu þeir eftir fremsta megni sækja sér aukna menntun og reynslu við hvert tækifæri. 

Félagið mun eftir fremsta megni stuðla að því að þjálfarar sæki sér menntun í samræmi við kröfur ÍSÍ um menntun þjálfara. Þegar iðkendafjöldi fer yfir ákveðin mörk er aðstoðarþjálfari kallaður til þannig að allir iðkendur fái leiðsögn við hæfi. Alpagreina-, skíðagöngu- og snjóbrettanefndir funda með þjálfurum sínum a.m.k tvisvar á ári.

Hlutverk þjálfara er að standa fyrir æfingum, kenna samkvæmt námskrá félagsins og fara að fyrirmælum nefnda hverju sinni. Þjálfarar sjá um lið á mótum og í æfingabúðum sem og á öðrum vettvangi þar sem hópurinn kemur saman. Þjálfarar hafa yfirumsjón með skráningum á mót. Sérgreinanefndir sjáum að æfingaáætlanir og æfingaraðferðir séu fyrsta flokks og leiði til árangurs á öllum sviðum.

 

Stjórn félagsins sér um daglegan rekstur og sér þjálfurum fyrir góðu og öruggu starfsumhverfi, æfingatækjum og -tólum, og öðru sem til þarf. Sérgreinanefndir sjá til þess að þjálfarar fái verkefni sem henta þeim, aldri þeirra, getu og þroskastigi. Auk þess skulu nefndirnar sjá til þess að þjálfarar séu góðar fyrirmyndir innan vallar sem utan. 

Siðareglur þjálfara og nefndarmanna

Mótttökuáætlun þjálfara

Móttökuáætlun iðkenda

Félagsstarf (Barna og unglinganefnd og foreldraráð sérgreinanefnda)

Félagsstarfið tekur mið af starfi stjórnar, barna og unglinganefndar og þjálfara, t.d. þátttöku á mótum, forvarnastarfi og jafnréttismálum. 

Félagið leggur áherslu á að þjálfarar leitist við að mynda andrúmsloft samkenndar og jákvæðni á reglubundnum æfingum. Auk þess skulu þjálfarar brjóta upp hefðbundið starf a.m.k. tvisvar á önn með því að hafa skemmtikvöld eða með því að bjóða upp á annars konar óhefðbundið starf. 

Gæti það verið t.d. ferðir á ákveðna viðburði eða staði, einhver kemur í heimsókn, umræður/tjáning eða farið í ólíka íþrótt. Hver flokkur fyrir sig eða flokkar saman, kynin sér eða saman og með eða án foreldra. 

Með góðu og jákvæðu félagsstarfi má auka samstöðu iðkenda, þeir fá tækifæri til að kynnast betur, eignast góða félaga og tengjast vináttuböndum. Með góðu félagsstarfi og góðum liðsanda má einnig vinna gegn brottfalli iðkenda og þá sérstaklega í eldri aldurshópum. 

Þjálfarar geta í samvinnu við barna og unglinganefnd haldið fundi með foreldrum/forráðamönnum iðkenda a.m.k. tvisvar á ári, fer eftir aldri iðkenda. 

Umgjörð, þjálfun og keppni 

Starf félagsins tekur mið af stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga. Stefnt skal að því að allt stjórnarfólk og starfsmenn, þar með taldir þjálfarar kynni sér og þekki stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga.

Andi stefnunnar 

Félagið hefur það að leiðarljósi að íþróttaiðkun skuli vera þroskandi, líkamlega, sálrænt og félagslega. Með því móti má skapa aðstæður fyrir börn og unglinga til að njóta sín innan skíðaíþróttarinnar. Með skipulagðri og markvissri þjálfun má skapa börnum og unglingum aðstæður til að verða afreksmenn seinna meir á lands- eða alþjóðamælikvarða þegar þeir hafa mesta líkamlega og sálræna hæfileika til þess. Að sama skapi er gert ráð fyrir að þeir sem ekki velja afreksmennsku eða keppnisíþróttir fái tækifæri til að stunda íþróttir eða líkamsrækt við sitt hæfi. Með neðangreindum aðferðum má tryggja meiri fjöldaþátttöku í íþróttum en áður hefur þekkst og skapa um leið aðstæður fyrir fleiri afreksmenn og meiri afrek.

Skilgreiningar 

  • Með barnaíþróttum er átt við íþróttir fyrir börn á aldrinum til og með 12 ára. 

  • Með unglingaíþróttum er átt við íþróttir fyrir unglinga á aldrinum 13-19 ára.

4-10 ára:

Markmið:

  • Að auka hreyfiþroska

  • Að fyrstu kynni af íþróttum verði jákvæð

  • Að upplýsa börnin um nauðsyn holls mataræðis

Leiðir 

  • Að æfingarnar séu fjölþættar og stuðli að bættum hreyfiþroska. Hér er átt við æfingar sem örva hinar ýmsu skynstöðvar og unnið með grófhreyfingar og fínhreyfingar

  • Að öll börn fái jöfn tækifæri til þátttöku

  • Að þjálfunin fari fram í leikjaformi og æfingar séu skemmtilegar.

Keppni 

  • Mót eru aðeins haldin innan félags. 

  • Allir fá jafna viðurkenningu fyrir þátttöku.

  • Mikil áhersla skal lögð á að allir fái tækifæri til að vera með í keppninni og að enginn skuli útilokaður vegna getu.

  • Leikur og leikgleði ráði ríkjum í keppninni.

  • Börnunum skal innrætt það að úrslit í keppni skipti ekki máli. Það eina sem þau eiga að stefna að sé að gera eins vel og þau geta, það sé markmiðið, sigur eða tap er aukaatriði.

11-14 ára:

Markmið 

  • Að bæta tæknilega færni 

  • Að auka þol 

  • Að auka kraft

  • Að auka liðleika

  • Að vekja íþróttaáhuga fyrir lífstíð

  • Að upplýsa börn um nauðsyn holls mataræðis 

Leiðir: 

  • Að æfingar séu fjölþættar

  • Að aðaláherslan í þjálfuninni sé á þjálfun tæknilegrar færni.

  • Að æfingar feli í sér kraft, þol og liðleikaæfingar

  • Að æfingarnar séu skemmtilegar 

  • Að öll börn fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu. 

Keppni: 

  • Þátttaka í mótum er bæði innan félags og á landsvísu

  • Mikil áhersla skal lögð á að allir fái tækifæri til að vera með í keppninni og að enginn skuli útilokaður vegna getu. 

  • Leikur og leikgleði ráði ríkjum í keppni. 

  • Börnum skal innrætt það að úrslit í keppni skipti ekki máli. Það eina sem þau eiga að stefna að sé að gera eins vel og þau geta, það sé markmiðið, sigur eða tap er aukaatriði. 

15 til 16 ára 

 

Markmið 

  • Að auka þol, kraft, hraða og liðleika

  • Að viðhalda og bæta áður lærða tæknilega færni

  • Að skapa jákvæðar félagslegar aðstæður og umhverfi með íþróttastarfinu

  • Að kynna keppnis og afreksíþróttamennsku og þann hugsunarhátt sem nauðsynlegur er til að árangur náist

  • Að kynna þá möguleika sem bjóðast þeim sem vilja iðka íþróttir sem líkamsrækt og vegna félagsskaparins. 

  • Að upplýsa unglingana um nauðsyn holls mataræðis. 

 

Leiðir: 

  • Að æfingar séu fjölþættar

  • Að æfingarnar byggist meira en áður á þoli krafti og hraðaæfingum ásamt liðleikaþjálfun. 

  • Að þeirri tæknilegu færni sé viðhaldið sem áður var lærð. 

  • Að sérstök áhersla sé lögð á að skapa unglingum góðar aðstæður innan félagsins. Til þess skulu öll tækifæri sem bjóðast til hópaþátttöku, hópferða og félagslegra athafna nýtt til hins ítrasta. 

  • Að fræðsla um vöxt og þroska fari fram þegar því verður við komið. 

  • Að heilbrigður lífsstíll sé stöðugt til umfjöllunar. 

  • Að allir unglingar fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu. 

 

Keppni: 

  • Þátttaka í mótum er bæði innan félags, á landsvísu og erlendis. 

  • Mikil áhersla skal lögð á að allir fái tækifæri til að vera með í keppninni og að enginn skuli útilokaður vegna getu. 

  • Leikur og leikgleði ráði ríkjum í keppni. 

  • Unglingum skal innrætt það að úrslit í keppni skipti ekki máli. Það eina sem þau eiga að stefna að sé að gera eins vel og þau geta, það sé markmiðið, sigur eða tap er aukaatriði. 

17 ára og eldri 

 

Markmið 

  • Að allir þjálfunarþættir séu teknir fyrir. 

  • Að auka þjálfunarálag verulega. 

  • Að viðhalda og bæta áður lærða tæknilega færni. 

  • Að skapa félagslega jákvæðar aðstæður og umhverfi með íþróttastarfinu. 

  • Að kynna keppnis- og afreksíþróttamennsku og þann hugsunarhátt sem nauðsynlegur er til að árangur náist. 

  • Að kynna þá möguleika sem bjóðast þeim sem vilja iðka íþróttir sem líkamsrækt vegna félagsskaparins. 

Leiðir: 

  • Að æfingar séu alhliða og fjölþættar þannig að allir þjálfunarþættir séu teknir fyrir með tilliti til stöðu og hæfileika hvers einstaklings. 

  • Að sérhæfð afreksþjálfun fari fram og æfingaálagið verði aukið verulega frá því sem áður var áður sé stefnt að þátttöku í afreksþjálfun. 

  • Gerður sé greinarmunur á afreksþjálfun þar sem árangur í keppni er aðalmarkmiðið annarsvegar og hinsvegar íþróttum þar sem áhersla er lögð á líkamsrækt og félagskapinn umfram árangur í keppni sem slíkri. 

Keppni: 

  • Þátttaka í mótum er bæði innan félags, á landsvísu og erlendis. 

  • Mikil áhersla skal lögð á að allir fái tækifæri til að vera með í keppninni og að enginn skuli útilokaður vegna getu. 

  • Leikur og leikgleði ráði ríkjum í keppni. 

  • Úrslit í keppni skipti ekki máli. Það eina sem þau eiga að stefna að sé að gera eins vel og þau geta, það sé markmiðið, sigur eða tap er aukaatriði. 

ATH! Það er ekki nauðsynlegt samkvæmt stefnu ÍSÍ í barna- og unglingaíþróttum að veita öllum jafna viðurkenningu fyrir þátttöku þegar komið er upp fyrir 10-12 ára aldur (sjá betur stefnu ÍSÍ).

Kennsluskrá 

Kennsluskrá alpagreina, snjóbretta, skíðagöngu og fjallaskíða er að finna hér. Nánari hagnýtar upplýsingar er að finna á heimasíðu. 

Þegar barnið æfir skíði

Kennsluskrá allar greinar er að finna hér 

Fræðslu og forvarnarstarf 

Íþróttastarf er uppeldisstarf og á það við um allar íþróttagreinar. Í öllu íþróttastarfi læra börn og unglingar að fylgja settum reglum og tileinka sér hollar lífsvenjur. Þjálfarar hafa því mikilvægu uppeldishlutverki að gegna og eru fyrirmyndir barna og unglinga í orði og verki. Félagið hefur mótað sér stefnu í fræðslu- og forvarnamálum og hefur það að leiðarljósi að starfa samkvæmt stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um forvarnir og fíkniefni. Ef vafi leikur á hverskyns málum sem kunna að koma upp í starfi Skíðafélags Akureyrar, mun félagið alltaf leita til Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs,  https://www.samskiptaradgjafi.is/

Félagið nýtir sér jafnframt og fer eftir Viðbragðsáætlun íþrótta- og æskulýðsstarfs sem nær yfir alla starfsemi íþrótta og æskulýðsfélaga á landinu.   

Stefna félagsins í vímuvörnum

Forvarnargildi íþrótta: Íþróttir gegna mikilvægu hlutverki í vímuvörnum. Rannsóknir á högum barna og ungmenna sýna að þeim ungmennum sem eru virk í íþróttastarfi reiðir betur af í daglegu lífi og neyta síður vímuefna. Einnig er ljóst að neysla áfengis, tóbaks eða annarra vímuefna hefur skaðleg áhrif á árangur í íþróttum. Félagið vill taka mjög skýra afstöðu gegn neyslu allra vímuefna í tengslum við íþróttir. Í þessari stefnuyfirlýsingu er talað um vímuefnaneyslu og er þá átt við neyslu áfengis, tóbaks og annarra vímuefna sem og neyslu hormónalyfja sem ekki eru tekin í lækningalegum tilgangi eftir tilvísun læknis. Íþróttir og neysla áfengis, tóbaks eða annarra vímuefna fara ekki saman. 

Félagið hvetur þjálfara sína og iðkendur til að forðast öll þau efni sem dregið geta úr árangri þeirra í íþróttinni og skaðað heilsu þeirra. Þjálfarar og eldri iðkendur eru fyrirmyndir yngri iðkenda bæði í orði og í verki, félagið hvetur þá til að standa vörð um þá miklu ábyrgð sem þeir bera gagnvart iðkendum. Nú á tímum eru vel þekkt vandamál í þjóðfélaginu sem fylgja vímuefnaneyslu ungmenna og er svo komið að íþróttafélög verða að hafa ákveðið frumkvæði til þess að sporna við þessari þróun. Ljóst er að freistingarnar eru margar og auðvelt fyrir ómótaðan einstakling að falla fyrir þeim. Í þessu sambandi hefur félagið markað sér ákveðna vímuvarnarstefnu til að fylgja eftir.

Neysla áfengis, tóbaks og annarra vímuefna 

Félagið er andvígt allri neyslu áfengis, tóbaks og annarra vímuefna allra iðkenda, þjálfara, fararstjóra og annarra félagsmanna eða aðila sem koma að íþróttastarfi á vegum félagsins. Öll neysla vímuefna hvers konar er bönnuð í tengslum við æfingar, fjölskyldumót og keppnir á vegum félagsins. Áfengis- og/eða tóbaksneysla á ekki að eiga sér stað í tengslum við íþróttastarf félagsins, s.s.  áfengissala í tengslum við íþróttakeppnir, áfengisneysla í lokahófum, reykingar og munntóbaksneysla á íþróttasvæðum, sem og áfengis- eða tóbaksauglýsingar á eða við velli eða á búningum.

 

Viðbrögð félagsins við neyslu iðkenda 

Félagið mun bregðast sérstaklega við allri vímuefnaneyslu iðkenda undir 20 ára aldri. Þá verða foreldrar félagsmanna undir 18 ára aldri undantekningarlaust látnir vita af slíkri neyslu. Kvikni grunur um neyslu ólöglegra vímuefna skulu þjálfarar hafa samráð við fagaðila, þar með talið lögreglu, um viðbrögð við slíkum málum. Varðandi viðbrögð við vímuefna- og tóbaksneyslu þeirra sem eru sjálfráða mun félagið bregðast við neyslu sem er brot á reglum félagsins og neyslu sem hefur áhrif á ástundun, frammistöðu og ímynd félagsins. Viðbrögð félagsins við brotum á reglum þessum verða í formi tilmæla og ábendinga. Skili viðbrögð ekki árangri getur komið til tímabundins banns frá æfingum og/eða keppni. Viðbrögð félagsins skulu miðast við að aðstoða iðkandann við að laga sig að reglunum og að hann fái færi á að halda áfram starfi innan félagsins.

Hlutverk og ábyrgð þjálfara  

Þjálfarar skulu vinna eftir vímuvarnastefnu félagsins. Þar með er talið að bregðast við vímuefnaneyslu iðkenda á viðeigandi hátt.  Félagið mun sjá þjálfurum fyrir fræðsluefni um áhrif vímuefnaneyslu á árangur í íþróttum sem þjálfarar miðla síðan áfram til iðkenda.  Þjálfarar skulu framfylgja stefnu félagsins varðandi samstarf foreldra og annarra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga.  Þjálfarar skulu gæta þess að vera iðkendum til fyrirmyndar jafnt á æfingum og í daglegu lífi.

Samstarf við foreldra  

Stefna og handbók félagsins birtist á heimasíðu SKA og jafngildir því að upplýsa foreldra um stefnu félagsins í vímuvörnum.  Félagið leggur áherslu á að koma á og viðhalda góðu samstarfi við foreldra iðkenda með fræðslu um áhrif áfengis, tóbaks og annarra vímuefna á árangur í íþróttum, auk fræðslu til foreldra um þjálfun og æskilegt mataræði íþróttafólks.  Félagið mun starfa náið með fagfólki í vímuvörnum og hafa samráð við foreldra þurfi að taka á neysluvandamáli iðkenda undir sjálfræðisaldri þegar við á.

Samstarf við aðra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga  

Félagið mun hafa náið samstarf við þá aðila sem sinna tómstundastarfi barna og unglinga.  Félagið mun hafa náið samstarf við fagaðila sem sinna börnum og unglingum, fá frá þeim fræðsluefni og hafa samráð um einstaklinga í áhættuhópi. 

Hollir lífshættir 

Árangur í íþróttum byggir ekki aðeins á góðri þjálfun heldur einnig góðum og heilbrigðum lífsháttum. Næg hvíld og svefn, hollt mataræði, reglulegar máltíðir og næg vatnsdrykkja skipta máli til að ná þeim árangri sem stefnt er að. Á æfingum benda þjálfarar á mikilvægi þessara þátta og hvetja iðkendur til að temja sér hollt mataræði, neyta reglulegra máltíða auk nægrar vatnsdrykkju. Einnig er bent á mikilvægi svefns, en meðal svefnþörf fullorðinna er talin um 7,5 klst. Börn og unglingar þurfa meiri svefn en fullorðnir. Besti mælikvarðinn á góðan svefn er að vakna úthvíldur og líða vel yfir daginn. Mikilvægt er að allir gefi sér tíma til nægrar hvíldar og leggja þjálfarar áherslu á það. Þjálfarar skulu hvetja börn til að ganga eða hjóla á æfingar í stað keyrslu og vera þeim góð fyrirmynd þar. Þjálfarar reyna að koma í veg fyrir þá þætti sem dregið geta úr heilbrigði og ber að varast, nokkrir þessara þátta verða taldir hér upp:

Álagsmeiðsli 

Álagsmeiðsli eru algeng í íþróttum og lýsa sér sem bólgur í vöðvum, sinum eða sinafestingum. Álagsmeiðsli myndast vegna þess að iðkandi æfir á meira álagi en líkami hans þolir og það leiðir til vefjaskaða, bólgu og sársauka. Þannig getur myndast vítahringur sem erfitt er að losna úr. Til að varast álagsmeiðsli er mikilvægt að vera í góðri grunnþjálfun, leggja áherslu á góða upphitun og ein allra besta leiðin til að fyrirbyggja álagsmeiðsl er liðleikaþjálfun eða teygjur. Rétt uppbygging æfinga minnkar einnig hættu álagsmeiðslum.

Offita 

Offita barna og unglinga er vaxandi vandamál á Íslandi. Offita á barns- og unglingsárum leiðir oft til offitu á fullorðinsaldri og er ávísun á fjölmörg heilsufarsvandamál svo sem háþrýsing, sykursýki, blóðfituraskanir ásamt óeðlilegu álagi á bein og liðamót auk sálrænna kvilla. Mikilvægur fyrirbyggjandi þáttur gegn offitu er hreyfing. Þjálfarar hafa samráð við yfirþjálfara ef þeir telja ástæðu til að bregðast við aðstæðum iðkenda sem draga úr heilbrigði. Þjálfari er hvattur til að ræða málin við iðkenda ásamt yfirþjálfara. Þjálfari og yfirþjálfari eru hvattir til að bregðast við aðstæðum sem þeir telja alvarlegar með því að hafa samband við foreldra/forráðamenn iðkenda. 

Átröskun 

Átröskun er alvarlegur sálrænn sjúkdómur sem getur valdið heilsutjóni. Átröskun er algengari meðal íþróttafólks en annarra og þá einkum í íþróttum þar sem líkamsvöxtur skiptir máli, t.d. í fimleikum, dansi og listdansi á skautum. Þjálfarar hafa samband við yfirþjálfara ef þeir telja ástæðu til að bregðast við aðstæðum iðkenda.

 

Vinátta, virðing og samskipti 

Hjá félaginu er lögð áhersla á vináttu, gagnkvæma virðingu og góð samskipti. Einelti er ekki liðið. Mikilvægt er að iðkendum finnist skemmtilegt að vera í félaginu og að þeim líði vel. Einnig er mikilvægt að þjálfarar hvetji iðkendur með jákvæðum hætti og að iðkendur hrósi hvor öðrum þegar vel er gert. Með félagsstarfi er stefna félagsinns að byggja upp jákvæðan félagsanda, stuðla að vináttu og efla liðsanda auk þess að iðkendur hafi gaman af líðandi stund. Mikilvægt er að gagnkvæm virðing einkenni öll samskipti innan félagsins, hvort sem um er að ræða samskipti milli eða innan stjórnar, þjálfara, iðkenda, foreldra/forráðamann iðkenda, styrktaraðila eða aðra samstarfsaðila. 



Einelti 

Einelti er síendurtekið ofbeldi þar sem einn eða fleiri níðast á eða ráðast ítrekað á einhvern einstakling. Ofbeldið getur verið félagslegt, líkamlegt, efnislegt eða andlegt. 

  • Félagslegt einelti: Einstaklingur er skilinn útundan, er strítt, gert lítið úr honum eða gerðar særandi athugasemdir (svipbrigði, andvörp, eftirherma o.fl.). Líkamlegt einelti: Einstaklingi er hrint, sparkað í hann, hann hárreyttur, klipinn o.s.frv. Einstaklingi haldið föstum eða hann lokaður inni. 

  • Efnislegt einelti: Eigur viðkomandi (t.d. íþróttaföt, taska, skór eða föt) eru ítrekað eyðilagðar, faldar eða teknar. 

  • Andlegt einelti: Einstaklingur er þvingaður til að gera eitthvað sem stríðir gegn réttlætiskennd hans (t.d. girt niður um hann, hann þvingaður til að eyðileggja eigur annarra). Einstaklingur fær neikvæð SMS boð og hótanir. 

Ef grunur um einelti vaknar:  Er bent á verkfærakistu sem er að finna inn á www.samskiptaradgjafi.is. Þar eru að finna leiðbeiningar og aðstoð við úrlausn slíkra mála. Ef þurfa þykir skal tilkynna málið með svo til gerðu eyðublaði sem er einnig að finna inná vef samskiptaráðgjafa.

Jafnframt skal tilkynna það strax til þjálfara eða beint til formanns viðeigandi nefndar eða til stjórnar SKA. Sá sem tekur við tilkynningunni skráir tilkynninguna niður hafi hún ekki borist skriflega, skráning þarf að vera eins ítarleg og kostur er. Í kjölfarið ákveða hlutaðeigandi í hverju viðbrögðin skulu felast. Algeng meðhöndlun er eftirfarandi: 

  • Þjálfari þolanda og gerenda fara yfir hvernig eineltið birtist og hvað sé til ráða. Samband er haft við foreldra/forráðamenn þolenda og gerenda.

  • Þjálfari ræðir við allan hópinn um mikilvægi góðra samskipta. Hópurinn setur sér reglur um samskipti sem verða einhvers konar samningur um samskipti milli iðkenda.

Ef ekki tekst að stöðva eineltið þarf að kalla eftir aðstoð frá fagaðilum og taka málið aftur til umfjöllunnar hjá þálfara og stjórn viðkomandi nefndar og/eða aðalstjórn. 

Ef þolendur telja sig ekki hafa fengið viðeigandi úrlausn mála innan félagsins skal vísa málinu til stjórnar ÍBA sem tekur málið í sínar hendur. 

 

Kynferðislegt ofbeldi 

Félagið vil sporna við því í hvívetna að kynferðislegt ofbeldi geti átt sér stað innan félagsins eða í tengslum við starfsemi þess. Félagið mun hafa þetta m.a. í huga í tengslum við fræðslumál. Félagið mun í því skyni uppfræða starfsfólk um hugsanleg merki um kynferðislegt ofbeldi ásamt því að uppfræða um það hvernig hægt er að komast hjá því að slíkt eigi sér stað sem og að bregðast við því ef upp kemur. 

Ef minnsti grunur vaknar um að þjálfarar, foreldrar, iðkendur eða aðrir sem tengjast starfsemi félagsins hafi á einhvern hátt misboðið öðrum félagsmanni skal tilkynna slíkt til aðalstjórnar SKA sem leitar umsvifalaust til samskiptaráðgjafa til faglegrar umfjöllunar. 

 

Grunur um ofbeldi eða vanrækslu á börnum 

Viðbragð við grun um ofbeldi eða vanræsklu skal alltaf leyta til samskptaráðgjafa. Með handleiðslu þeirra skal svo taka ákvörðun um tilkynningar til Akureyrarbæjar. Akureyrarbær hefur gefið út rafræna handbók um verklag og viðbragðsáætlun þegar grunur vaknar um ofbeldi gegn börnum, vanrækslu eða áhættuhegðun barna. Auk þess hafa verið sett upp rafræn tilkynningaform sem auðveldar starfsfólki stofnana, almenningi og ekki síst börnum að tilkynna ofbeldi eða vanrækslu til barnaverndar. Skíðafélag Akureyrar tekur fullan þátt í því að tilkynna grun um ofbeldi eða vanrækslu til barnaverndar hvort sem um er að ræða grun er varðar forsjáraðila, þjálfara eða aðra í nærumhverfi barnsins. 

Hlekkur á tilkynningasíðu Akureyrarbæjar 

Jafnréttismál 

Félagið leggur áherslu á að gæta almenns jafnréttis. Félagið gerir ekki upp á milli barna og unglinga vegna uppruna, þjóðfélagsstöðu, fötlunar, búsetu, þjóðernis, litarháttar eða kyns. Hver einstaklingur hefur þann rétt að vera metinn að eigin verðleikum. Allir iðkendur skulu hafa sama aðgang að aðstöðu, þjálfun og fjármagni. Stefna félagsins er að gæta jafnréttis í starfi sínu og leitast við að sinna til jafns kröfum til íþróttaiðkunar óháð kyni. Þetta á meðal annars við um aðstöðu, fjármagn og þjálfun. Þjálfarar félagsins sem eru með jafna menntun, reynslu og aldur njóta sömu kjara óháð kyni og óháð því hverja viðkomandi þjálfar. Stefna félagsins er að í stjórn sé gætt að  kynjahlutfalli. Hlutfall kvenna og karla sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða.

Jafnréttisáætlun íþróttafélagsins byggir á lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og tekur einnig mið af lögum nr. 85/2018 um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Jafnréttisáætlunin er jafnframt byggð á vinnu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Jafnréttisstofu um gerð jafnréttisáætlana fyrir íþróttafélög og leiðbeiningar þess efnis.

 

IÐKENDUR

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

ÆFINGATÍMAR OG AÐSTAÐA

Iðkendur á sama aldri í sömu íþróttagrein fái óháð kyni jafn marga og sambærilega æfingatíma.

Aðstaða og aðbúnaður mismuni ekki iðkendum eftir kyni.

Úttekt á æfingatíma kynja í sömu íþróttagrein og á sama aldri.

 
Úttekt á aðbúnaði og aðstöðu kynja í sömu grein og á sama aldri.

Leiðrétta kynbundinn mun ef er.

Stjórn eða framkvæmdastjóri.

 

 

Árlega

FJÁRVEITINGAR OG FJÁRAFLANIR

Samræmi sé tryggt í fjárveitingum til íþróttagreina óháð kyni iðkenda.

Möguleikar til fjáraflana í nafni félagsins séu jafnir óháð kyni iðkenda.

Úttekt á því hvernig fjármagni er skipt milli íþróttagreina eftir kynjum.

Haldið er kynjabókhald utan um fjáraflanir í nafni félagsins.

Leiðrétta kynbundinn mun ef er.

Stjórn eða framkvæmdastjóri.

Árlega

FJÖLBREYTNI OG UNNIÐ GEGN FORDÓMUM

Íþróttafélagið þjóni fjölbreyttum hópi iðkenda. Jafna kynjahlutföll í greinum þar sem því er viðkomið.


Unnið sé gegn staðalímyndum og fordómum.

 

 

Kortlagning á iðkendahóp í greinum (ef við á) eftir kynjum og aldri. Staðan og viðbrögð tekin til umræðu á æðsta vettvangi eftir því sem við á.

Fræðsla um staðalímyndir og fordóma fyrir þjálfara, stjórn og starfsfólk. Skýrir verkferlar um hvernig tekið sé á fordómum.

Leiðrétta kynbundinn mun ef er.

Stjórn og framkvæmdastjóri

Árlega

KYNNINGARMÁL OG VIÐURKENNINGAR

Iðkendum er ekki mismunað eftir kyni eða vegna annarra mismununarástæðna í fréttum eða kynningarefni sem félagið sendir frá sér.

Viðurkenningar eru veittar án kynbundinnar mismununar.

Verðlaun eru sambærileg fyrir öll kyn í sömu greinum.

Úttekt á fréttum og öðru efni sem félagið sendir frá sér m.t.t. kyns.

 

Haldið er kynjabókhald utan um veittar tilnefningar og viðurkenningar.

Haldið er kynjabókhald utan um veitt verðlaun.

Leiðrétta kynbundinn mun ef er.

Stjórn eða framkvæmdastjóri.

 

 

 

Árlega

FORVARNIR OG FRÆÐSLA

Unnið er gegn kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni og kynferðislegri áreitni innan félagsins.

Samstarfsaðilar þekki stefnu félagsins í jafnréttismálum

Fræðsla fyrir þjálfara og starfsfólk félagsins


Vinna eftir Viðbragðsáætlun íþrótta- og æskulýðsstarfs og hún kynnt öllu starfsfólki árlega

Jafnréttisstefna félagsins kynnt fyrir samstarfsaðilum.

Stjórn félagsins.

Á tveggja ára fresti

 















ÞJÁLFARAR

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Þjálfarar eru vel menntaðir og vel að sér um jafnrétti kynjanna.

Þjálfarar njóta sömu launa og kjara fyrir sömu eða sambærileg störf og hafa sömu tækifæri til að afla sér þekkingar.

Fræðsla um jafnrétti kynjanna fyrir þjálfara, stjórn og starfsfólk félagsins.

Úttekt á menntun, launum og launakjörum þjálfara m.t.t. kyns.


Leiðrétta kynbundinn mun ef er.

Stjórn eða framkvæmdastjóri.

 

 

 

Árlega

 

 

 

 

NEFNDIR OG RÁÐ

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Kynjahlutfalls er gætt í nefndum, ráðum og stjórnum félagsins. Hlutfall kvenna og karla sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða.

Öll kyn hafa tækifæri til að koma fram fyrir hönd félagsins.

Úttekt á nefndum, ráðum og stjórnum félagsins m.t.t. kyns.

 

 
Úttekt á hverjir koma fram fyrir hönd félagsins m.t.t. kyns.

Leiðrétta kynbundinn mun ef er.

Stjórn félagsins.

 

 

Stjórn félagsins.

Árlega

 

 

 

 

Jafnréttisáætlun fyrir íþróttafélög hefur verið samþykkt á fundir stjórnar SKA 25.08.2025

Umhverfismál 

SKA vill leggja áherslu á umhverfismál með fræðslu til þjálfara sem og annars starfsfólks og iðkenda til að stuðla að góðri umgengni og virðingu fyrir náttúrunni, umhverfinu og náunganum. 

Stefna félagsinns í umhverfismálum er:  

  • Að hvetja til sparnaðar í akstri t.d með því sameinast um bíla þegar farið er á æfingar og/eða mót utan héraðs.  

  • Að hvetja iðkendur til að ganga eða hjóla á æfingar þegar því verður við komið.  

  • Að allur pappír sé að öllu jöfnu losaður á sérstakar losunarstöðvar og að pappír sé notaður í sem minnsta magni.  

  • Að ruslafötur séu sýnilegar á æfinga- og keppnissvæðum á viðburðum á vegum félagsins.  

  • Að tiltekt fari fram á svæði eftir æfingar/keppnir eða aðra viðburði á vegum félagsins.  

  • Að forðast sé að nota ónauðsynlegar pakkningar.  

  • Að hvetja til notkunar á margnota drykkjarbrúsum frekar en einnota.  

  • Að endurnýjanleg ílát séu flokkuð frá öðru sorpi.  

  • Að umhverfi iðkenda sé reyklaust.  

  • Að börn og unglingar séu hvött til að drekka vatn. 

  • Að hugsað sé fyrir aðgengi fyrir fatlaða. 

 

Persónuvernd

Stefnu SKA um persónuvernd

Samþykkt á fundi stjórnar SKA  og foreldrafélags og fulltrúa ungmenna 7. desember 2020.