Akureyringar sigursælir í Fjarðargöngunni

Fjarðargangan, önnur skíðagangan í Íslandsgöngumótaröðinni, fór fram á Ólafsfirði um helgina. Gangan fer m.a. fram á götum bæjarins og var stemningin skemmtileg. Ólafsfirðingar hafa lagt mikið í undirbúning göngunar og eiga hrós skilið fyrir framkvæmdina. 240 manns tóku þátt að þessu sinni og var var hún fullsetin. Lengsta vegalengdin, og sú sem að telur til stiga í Íslandsgöngunni, er 30 km. Síðan var hægt að velja að fara 15 km eða 3,5 km. 

Um 35 manns frá Akureyri tóku þátt og voru Akureyringar sigursælir að þessu sinni. Í 30 km göngu kvenna varð Veronika Guseva, þjálfari SKA, fyrst í mark. 

Í karlaflokki var það svo Arnar Ólafsson SKA sem sigraði eftir spennandi keppni við liðsfélaga sinn, Gísla Einar Árnason. Alla tíma má sjá hér á timataka.net.