SKA auglýsir eftir þjálfara/þjálfurum í skíðagöngu

Skíðafélag Akureyrar SKA auglýsir eftir þjálfara eða þjálfurum í skíðagöngu fyrir veturinn 2020-2021. Starfstímabilið er er 5 mánuðir,  frá desemberbyrjun til aprílloka með með möguleika á að byrja fyrr í haust. Þetta er hlutastarf.

Í iðkendahópi skíðagöngunnar eru iðkendur á aldrinum 6 - 20 ára.

 Aðstæður til skíðagönguiðkunar eru góðar á Akureyri. Hlíðarfjall er okkar heimasvæði en svo höfum við líka góðar skíðagöngubrautir í Kjarnaskógi. 

Í Hlíðarfjalli á SKA skála með aðstöðu fyrir iðkendur og þjálfara skíðagöngunnar en einnig fyrir almenning. 

Umsóknarfrestur er til og með 11. september. Nánari upplýsingar um þjálfarastöðurnar gefur Ólafur Björnsson á olihbjorns@gmail.com og/eða í síma 8617692.