Isak númer 41 á heismeistaramóti U23

Isak Stiansson Pedersen keppti í sprettgöngu í gær og lenti í 41. sæti af 71 þátttakendum. 30 fyrstu komust áfram í fjórðungsúrslit. Isak var samt ekki nema 2 sek frá 30. sætinu. Á morgun, þriðjudag, keppir Isak í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð. Gangan hefst kl. 11.00 og er Isak með startnúmer 9. Einnig keppa í þeirri göngu Dagur Benediktsson og Albert Jónsson frá Ísafirði. Kristrún Guðnadóttir keppir í 10 km göngu.

Við fylgjumst með og setjum inn úrslit hér en það er hægt að fylgjast með tímatöku "live" HÉR og einnig er hægt að sjá beinar útsendingar  á heimasíðu mótsins HÉR