Æfingar halda áfram - Hlíðarfjall verður opið

Þrátt fyrir yfirlýsingu ÍSÍ um að æfingar verði ekki haldnar fyrr en 23. mars - höfum við í stjórn SKA ákveðið að halda úti æfingum samkvæmt áætlun fyrir þá sem vilja. Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar þess að Akureyrarbær ákveður að skíðasvæðið í Hlíðafjalli verði opið frá og með morgundeginum. Hlíðarfjall og Skíðafélagið hafa gert ráðafanir til að lágmarka smithættu - eins og að loka veitingasölu, smækka hópa eftir þörfum og tryggja að stórir hópar séu ekki að mætast að óþörfu. Skíðasamband Íslands og ÍBA hafa verið upplýst um ákvörðun stjórar SKA og starfsmaður stjórnar Hlíðarfjalls fyrir hönd Akureyrarbæjar. 

Deildirnar okkar með þjálfarana í fararbroddi munu tryggja eftir fremsta megni að það verði ekki óþarfa hópamyndun, hnoð og snertingar meðal krakkanna. Í einstaka hópum hafa krakkarnir farið inn saman í kakóstund en það verður tekið fyrir það í samkomubanninu. Frekari ráðstafanir munu birtast í Facebook hópum viðkomandi hópa. 

Foreldrar eru beðnir um að fylgjast vel með upplýsingum frá þjálfurum -  æfingatímar geta riðlast eitthvað - og frekari fyrirmæli verða gefin eftir þörfum. 

Andrésarskólinn stendur og við hlökkum til að taka á móti nýjum krökkum. Varðandi mótahald á næstunni getum við ekkert sagt um á þessari stundu. 

 

Við erum þakklát Akureyrarbæ að halda Hlíðarfjalli opnu á þessum skrítnu tímum. 

 

Útivera og frískt loft er allra meina bót eins og við vitum. 

 

Stjórn SKA