Fréttir

Gígja, Isak og Ragnar tóku þátt í Skandinavisk Cup um helgina

Lesa meira

Úrslit ELN mót 16. desember

Sunnudaginn 16. desember fóru fram tvö FIS-mót í svigi í kvenna- og karlaflokki við fínar aðstæður í Hlíðarfjalli. Í kvennaflokki hófu 12 konur keppni en aðeins 7 þeirra náðu að klára fyrra mótið. Í 1. sæti var Katla Björg Dagbjartsdóttir SKA, í 2. sæti var Agla Jóna Sigurðardóttir Breiðabliki og í 3. sæti var Fríða Kristín Jónsdóttir SKA.
Lesa meira

"Live" tímataka ENL svigmót Hlíðarfjall 16. des 2018

Það er útlit fyrir fínar aðstæður á morgun í Hlíðarfjalli á fyrsta móti vetrarins. Hægt verður að fylgjast með keppendum á "Live timing" https://www.live-timing.com/races.php Hlökkum til að sjá sem flesta! Félagar í SKA
Lesa meira

Dagskrá ENL mót í svigi Hlíðarfjalli 16. desember nk (ENL tournament)

Dagskrá ENL mótsins sem haldið verður í Hlíðarfjalli 16. desember n.k er að finna hér. Þátttakendur geta æft í Hlíðarfjalli á laugardaginn og vonandi föstudag líka og með því móti hægt að gera meira úr ferðinni. Ef breytingar verða á snjóalögum eða aðstæður vegna veðurs verður send út tilkynning á hádegi fimmtudaginn 13. desember n.k.
Lesa meira

Arnar Ólafsson í FIS æfingabúðum

Lesa meira

Vetraræfingar, æfingagjöld og vetrarkort

Vetrarkort eru innifalin í æfingagjöldum barnanna - æfingagjöldin eru greidd í NÓRA en hægt verður að greiða á tímabilinu 15. desember til 15. janúar (fyrsta vikan frí!). Best er að greiða æfingagjöldin sem fyrst en barn getur hafið æfingar þó að ekki hafi verið gengið frá æfingagjöldum. Ef einhver vandamál eru með greiðslur vinsamlegast hafið samband við Helgu Kristínu skagjaldkeri@simnet.is - Starfsmenn í miðasölunni í Hlíðarfjalli eru með nöfn iðkenda. Það er nóg að gefa sig fram við miðasölu með gamla kortið sitt og fá áfyllingu. Ef iðkandi er alveg nýr þarf að skrá barnið inn í Nóra sem iðkanda og hafa samband við Helgu Kristínu.
Lesa meira

ENL mót á Akureyri 15.-16. desember nk.

ENL mót í alpagreinum verður haldið í Hlíðarfjalli 15.-16. desember nk. Keppt verður í 2 x svigi. Fararstjórafundur er áætlaður kl. 20:00 á föstudag á skrifstofu SKÍ, Íþróttahölinni á Akureyri. Nánari dagskrá verður birt á vef Skíðafélags Akureyrar www.skidi.is. Þátttökutilkynningar skulu berast í síðasta lagi miðvikudaginn 12. desember kl. 12:00 á netfangið - almarun@akureyri.is
Lesa meira

Upplýsingafundur fyrir foreldra alpagreinaiðkenda

Góðan dag skíðafélagar, Nú styttist í vertíðina hjá okkur og við viljum gjarnan hitta foreldra barna sem fædd eru 2007-2009 og 2010 og yngri, á mánudagskvöldið n.k. í fundaraðstöðu ÍBA í Íþróttahöllinni. Fundurinn byrjar kl. 20:00. Gengið inn í Höllina að austaverðu og þar upp á aðra hæð. Við ætlum að fara yfir æfingar og keppnir vetursins og kynna þjálfarateymin. Sjáum vonandi sem flesta. Kveðja, Alpagreinanefnd SKA og þjálfarar.
Lesa meira

Skíðagöngumenn frá SKA byrjaðir að keppa

Skíðagöngumenn frá SKA byrjaðir að keppa
Lesa meira

Haustæfingar nánari upplýsingar

Allir nýjir iðkendur fá frítt í september. Við tökum vel á móti nýjum áhugasömum krökkum. Skráningar fara fram í Nóra undir ÍBA - https://iba.felog.is/ - það getur valdið ruglingi en KA og Þór eru til dæmis með sér gátt inn á Nóra. Við erum alltaf að leita að áhugasömum foreldrum til að taka þátt - það er hressandi og skemmtilegt að taka þátt í starfsemi SKA, alltaf eitthvað fyrir alla. Endilega sendið okkur línu á skaakureyri@gmail.com eða hringið í Kristrúnu formann SKA í síma 8999063.
Lesa meira