Kynningarfundur - Landvættir SKA

Landvættahópur SKA er opinn æfingahópur sem hefur sett sér það markmið að hljóta nafnbótina “Landvættur”. Æfingaferlið gerir ráð fyrir að allir geti náð markmiðum sínum, byrjendur jafnt sem lengra komna. Landvættahópur SKA er hugsaður fyrir þá sem þurfa stuðning við að koma sér af stað og/eða vantar utanumhald og félagsskap. Lagt er upp með fjölbreytta hreyfingu úti í náttúrunni í bland við sérhæfðari undirbúning fyrir landvættaþrautirnar fjórar. Æfingaprógrammið tekur mið af hverri þraut og undirbýr hópinn fyrir þátttökuna öruggum skrefum á 10 mánaða tímabii.
 
Einu sinni í viku verður sameiginleg æfing en þess á milli fá þátttakendur æfingaáætlanir til þess að vinna eftir sem hentar hverju getubili.
Á kynningarfundinum verður farið yfir fyrirkomulagið næstu 10 mánuðina. Á tímabilinu verður boðið upp á kynningar á hverri þraut þar sem ítarlega verður farið í búnað og tæknileg atriði.
 
Landvættaprógramm SKA kostar 150.000 kr (hægt er að dreifa greiðslum í 9 mánuði) og felur í sér:
Fallegur liðsheildar jakki og buxur frá Cintamani er innifalið í þátttökugjaldinu.
Þátttaka í Hermannsgöngu Skíðafélagsins er innifalin.
Um það bil 50 hlaupa/göngu, gönguskíða, sund og hjólaæfingar.
Æfingaprógram, stuðningur og utanumhald í Sportabler
Fjórir fræðslufyrirlestrar - hver um sig með áherslu á hverja þraut. Í kjölfar fyrirlestranna verða vinnustofur þar sem þátttakendur innleiða þau ráð sem sérfræðingar gera með því að endurskoða sínar eigin áætlanir.
Stuðningur, pepp og aðhald allt tímabilið.
Armbönd og viðurkenning fyrir hverja þraut.
Sérkjör SKA, afslættir og kynningar á búnaði.
 
Þess utan verða farnar tvær helgarferðir þar sem sjónum er beint að tveimur þrautum í hverri ferð, annarsvegar sundi og hjólreiðum og hins vegar hlaupum og skíðagöngu. Nánar upplýst síðar hvert verður farið en líklega á Hólavatn og á Árskógsströnd.
 
 
Allir sem taka þátt í Landvættaprógrammi gerast félagar í Skíðafélaginu og njóta þeirra sérkjara sem Skíðafélaginu bjóðast. Landvættahópi SKA fá einnig kynningu á búnaði frá fyrirtækjum og söluaðilum tengdum félaginu. Slíkir viðburðir verða tilkynntir inn á Sportabler á tímabilinu.
Hlökkum til að sjá sem flesta á kynningarfundinum þar sem nánari upplýsingar verða veittar. 
 
Skráning á Sportabler - https://www.sportabler.com/shop/ska/landvaettir 
 
Stjórn SKA