Viltu æfa skíði, bretti eða skíðagöngu? Samstarf Hlíðarfjalls og SKA

Í vikunni hefjast æfingar í fjallinu hjá alpagreinunum, snjóbrettin byrja 14. desember en skíðagönguhópurinn hóf æfingar um sl. helgi. 

Allir iðkendur þurfa að greiða 1000kr. skráningagjald fyrir æfingar í desember - að öðru leyti er desember iðkendum að kostnaðarlausu. Nýjir iðkendur geta þar að auki fengið búnað lánaðan í skíðaleigu Hlíðarfjalls sér að kostnaðarlausu og allir fá vetrarkort gegn því að sýna kvittun fyrir greiðslunni og/eða skráninguna í SPORTABLER. Æfingagjöldin fyrir janúar til 30. apríl þarf síðan að ganga frá greiðslu á tímabilinu 28. desember til 15. janúar. Vetrarkort verða gerð ógild hjá þeim sem ekki greiða í janúar. Tilkynningar munu berast um það þega þar að kemur. 

Nánari upplýsingar um æfingatíma og gjöld er að finna hér á heimasíðu félagsins. 

Öll dagleg samskipti um æfingar og hvort þær falli niður vegna veðurs verða nú á SPORTABLER. Áfram verða upplýsingar inni á Facebook síðum deildanna - en hlekkir eru inni á hverri deild og hægt er að finna slóðirnar á heimasíðunni okkar www.skidi.is .

Þegar börn koma í fyrsta skipti á æfingu upp í fjall er mikilvægt að foreldrar setja sig í samband við þjálfarana en upplýsingar um nöfn þeirra eiga að vera á síðum hverrar deildar og í SPORTABLER. Einhver fullorðinn þarf að fylgja barninu og sjá til þess að koma því í umsjá þjálfara.

Forráðamenn þeirra byrjenda sem vilja fá lánaðan búnað vinsamlegast setjið ykkur í samband við Brynjar forstöðumann Hlíðarfjalls hann tekur á móti ykkur á skrifstofutíma. Börnin mega hafa búnaðinn út desember að láni án endurgjalds. Síminn hjá Brynjari er 6905209. 

Öll börn þurfa að vera skráð inni í SPORTABLER til að fá að vera með á æfingu í fjallinu. Þetta er mikilvægt öryggistæki fyrir félagið. Ekki er verra ef foreldrar passa að hafa mynd af börnunum sínum á prófílnum í lagi - og jafnvel með hjálminn! 

Börn þurfa ekki að kunna á skíði til að geta byrjað að æfa - þjálfararnir koma þeim á lappir - en áhuginn þarf að vera fyrir hendi hjá barninu. Skoðið heimasíðuna okkar til að sjá upplýsingar um "Þegar barnið mitt æfir skíði" og "Þegar barnið mitt æfir snjóbretti" - þar koma fram mikilvægar upplýsingar fyrir börn eftir aldri. 

Við þökkum Hlíðarfjalli stuðninginn. 

Sjáumst í fjallinu 

SKA