Viltu æfa skíði, bretti eða skíðagöngu? Samstarf Hlíðarfjalls og SKA

Nú eru æfingar að hefjast í fjallinu hjá alpagreinunum, snjóbrettin byrja 6. janúar en skíðagönguhópurinn okkar hefur náð að æfa eitthvað fram að þessu. 

Eins og áður gefst börnum kostur á að æfa frítt í desember og fá lánaðan búnað hjá Hliðarfjalli þeim að kostnaðarlausu. Þau sem vilja prófa að æfa sig á snjóbrettum þá geta þau skráð sig hjá SKA og prófað sig áfram þá daga sem opið verður í desember - og mætt svo á æfingar í janúar.

Æfingatímar og gjöld er að finna hér hér en nánari upplýsingar er að finna á Facebooksíðum deildanna - en hlekkina er að finna á heimasíðunni okkar www.skidi.is. Það er mjög mikilvægt að fylgjast með á FB - því skjótt skipast veður í lofti og æfingar eru færðar til gjarnan vegna veðurs. 

Þegar börn koma í fyrsta skipti er mikilvægt að setja sig í samband við þjálfarana en upplýsingar um þá eiga að vera á síðum hverrar deildar. Eða setja tilkynningu inn á síðu viðkomandi hóps. Einhver fullorðinn þarf að fylgja barninu og sjá til þess að viðkomandi barni í umsjá þjálfara. Ef leigja þarf skíði er mikilvægt að koma tímanlega og gefa sig fram við skíðaleiguna uppi í fjalli. Vinsamlegast verið skýr með það strax að þetta sé ykkur að kostnaðarlausu og þið séuð með nýja iðkendur hjá SKA og það sé samkomulag við Guðmund. En öll börn þarf að skrá fyrir búnaðinum í kerfinu í Hliðarfjalli - þetta getur tekið allt að 20-30 mínútur. 

Öll börn sem vilja prufa æfingar þurfa að vera skráð í Nóra - https://iba.felog.is/ - Þar þarf að skrá þau fyrir "Skíðakortum" til að byrja með og sýna starfsfólkinu í miðasölunni sjáskot af Nóra um að þetta hafi verið gert - þá fær barnið kort í lyfturnar. Þá höfum við upplýsingar um barnið, foreldra og símanúmer sem er mikið öryggisatriði - eðli málsins samkvæmt. Börn þurfa ekki að kunna á skíði til að geta byrjað að æfa - þjálfararnir koma þeim á lappir - en áhuginn þarf að vera fyrir hendi hjá barninu. Skoðið heimasíðuna okkar til að sjá upplýsingar um "Þegar barnið mitt æfir skíði" og "Þegar barnið mitt æfir snjóbretti" - þar koma fram mikilvægar upplýsingar fyrir börn eftir aldri. 

Ef barninu líkar vel þarf að greiða æfingagjöldin í Nóra https://iba.felog.is/ - en það þarf að skuldbinda sig til að greiða fyrir 15. janúar 2020. 

Við þökkum Hlíðarfjalli stuðninginn. 

Vonumst til að sjá sem flesta 

Skíðafélag Akureyrar