Vetraræfingartímar og gjöld fyrir veturinn 2020-2021

Stjórn SKA er búin að samþykkja nýja vetraræfingartíma og gjöld fyrir veturinn 2020 til 2021. Allar upplýsingar er að finna hér á heimasíðu félagsins. Stjórnin vinnur nú að því að setja upp SPORTABLER fyrir skráningu og utanumhald en margir forleldrar þekkja SPORTABLER af góðu einu. Stefnt er að því að hætta að nota Facebook í þeim mæli sem verið hefur og auðvelda þá vonandi öllum að skrá sig á æfingar, fylgjast með ef æfingar falla niður vegna veðurs og sjá uppfærða æfingatíma þegar breytingar verða. 

Ofan úr fjalli berast góð tíðindi en þar er starfsfólkið farið að vinna hörðum höndum að því að undirbúa svæðið fyrir æfingar og við gerum ráð fyrir að komast á æfingar fyrr en almenningur eins og verið hefur. En eins og allir vita bíðum við fyrst fyrirmæla frá sóttvarnarlækni og þríeykinu en engar upplýsingar hafa borist okkur ennþá varðandi opnun á skíðasvæðum. 

Við vonum það besta

Stjórn SKA