Vetraræfingar, æfingagjöld og vetrarkort

Kæru félagar

Þá eru vetraræfingar að hefjast og hér koma helstu upplýsingar um æfingar, æfingagjöld og vetrarkort.

Vetrarkort eru innifalin í æfingagjöldum barnanna - æfingagjöldin eru greidd í NÓRA en hægt verður að greiða á tímabilinu 15. desember til 15. janúar (fyrsta vikan frí!). Best er að greiða æfingagjöldin sem fyrst en barn getur hafið æfingar þó að ekki hafi verið gengið frá æfingagjöldum. Ef einhver vandamál eru með greiðslur vinsamlegast hafið samband við Helgu Kristínu skagjaldkeri@simnet.is - Starfsmenn í miðasölunni í Hlíðarfjalli eru með nöfn iðkenda. Það er nóg að gefa sig fram við miðasölu með gamla kortið sitt og fá áfyllingu. Ef iðkandi er alveg nýr þarf að skrá barnið inn í Nóra og hafa samband við Helgu Kristínu.

Allir foreldrar barna fá vetrarkortin á tilboði (37,500- gildir í vetur) en gefa þarf upp nafn foreldris og barns en listi liggur í miðasölu með nafni barns og foreldris sem skráður er í NÓRA.

Við viljum nota tækifærið á að minna á að félagið er rekið af sjálfboðaliðum. Við erum alltaf að leita af fólki til að taka við af öðrum og standa að skemmtilegum verkefnum. Endilega sendið okkur línu t.d. á skaakureyri@gmail.com 

----- 

Dear all - winter season is kicking off - please contact us at skaakureyri@gmail.com with questions regarding your children. Registration is done through NÓRI - link above if your child is new. If your child was with us last year you can go directly to the ticket sales office in Hlidarfjall and they will help you to renew the card from last year. Fees needs to be paid in NÓRI between December 15th to January 15th. Relevant Facebook groups should be under each section on our website - it´s very important to keep a close eye on the Facebook posts as weather changes rapidly in Iceland and we often need to plan quickly.