.
Rúmlega 100 manns, þátttakendur og áhorfendur fylgdust með frábærri skemmtun við Skautahöllina í gærkveldi. Öflugur hópur þjálfara kom saman til þess að gera svæðið fyrir aftan Skautahöllina að fjölbreyttu svæði þar sem stórir sem smáir, byrjendur sem lengra komnir gætu leikið sér. Tómas Orri Árnason var mótstjóri og með honum framkvæmdastjóri mótsins Kolbeinn Finnsson.
Rúmlega fimmtíu krakkar og fullorðnir mættu til að taka þátt frá öllu landinu, tíu keppendur komu frá suðvestur horninu! Fjölmörg þekkt andlit mættu á svæðið, Eiki og Halldór létu sig ekki vanta og komu með fjölskyldurnar og veittu innblástur. Fjölmargir aðrir mættu og mikið knúsast, spjallað og gömul kynni endurnýjuð. Veðrið lék við hópinn og nokkur snjókorn féllu.
Vegleg verðlaun voru veitt frá Kulda, Brettaparkinu og Skógarböðunum. Jökull Bergmann sigraði í karlaflokki, Alís Helga Daðadóttir í kvennaflokki. Alís Helga átti líka besta "dettið" og Sigurður Ægir karlamegin. Allir þessir keppendur eru félagar í SKA. Fjölmörg önnur verðlaun voru veitt fyrir vel heppnuð trix sem var útdeilt á meðan á viðburðinum stóð að "Street Jam" hætti.
DJ Ingó sá um tónlistina, Bessi og félagar grilluðu ofaní allan hópinn, Kjarnafæði gaf hamborgara, Matur og Mörk sósurnar og Myllan brauðin.
Ljósmyndari Morgunblaðsins kom og tók myndir og tvær fréttir birtust af viðburðinum. Akureyri.net hjálpaði okkur með að kynna viðburðinn.
Við þökkum styrktaraðilunum Kulda, Skógarböðunum, Kjarnafæði, Brettaparkinu, Matur og Mörk, Bessabita og Myllunni kærlega fyrir stuðninginn.
Stjórn Brettadeildar SKA
Frétt af mbl.is
pósthólf 346 - 602 Akureyri
kt. 480101-3830
Banki Íslandsbanki
Reikningur nr. 0565-26-5099
skaakureyri@gmail.com
.