Úrslit ELN mót 16. desember

Sunnudaginn 16. desember fóru fram tvö FIS-mót í svigi í kvenna- og karlaflokki við fínar aðstæður í Hlíðarfjalli. Í kvennaflokki hófu 12 konur keppni en aðeins 7 þeirra náðu að klára fyrra mótið. Í 1. sæti var Katla Björg Dagbjartsdóttir SKA, í 2. sæti var Agla Jóna Sigurðardóttir Breiðabliki og í 3. sæti var Fríða Kristín Jónsdóttir SKA.

Í karlaflokki hófu 15 karlar keppni og kláruðu 9 þeirra. Í 1. sæti var Georg Fannar Þórðarson Víkingi, í 2. sæti var Aron Máni Sverrisson SKA og í 3. sæti var Darri Rúnarsson SKA.
Á seinna mótinu í kvennaflokki luku einnig 7 konur keppni. í 1. sæti var Agla Jóna Sigurðardóttir Breiðabliki, í 2. sæti var Hjördís Kristinsdóttir Ármanni og í 3. sæti var Guðfinna Eir Þorleifsdóttir SKA.
Í karlaflokki luku 10 karlar keppni. Í 1. sæti var Georg Fannar Þórðarson Víkingi, í 2. sæti var Gísli Rafn Guðmundsson Ármanni og í 3. sæti var Tandri Snær Traustason Breiðabliki. 

Nánari úrslit má finna hér:
Fyrra mót - Konur - https://www.live-timing.com/race2.php?r=189653&USA=n
Fyrra mót - Karlar - https://www.live-timing.com/race2.php?r=189652&USA=n
Seinna mót - Konur - https://www.live-timing.com/race2.php?r=189539&USA=n
Seinna mót - Karlar - https://www.live-timing.com/race2.php?r=189538&USA=n