Upplýsingafundur fyrir foreldra alpagreinaiðkenda

Góðan dag skíðafélagar, Nú styttist í vertíðina hjá okkur og við viljum gjarnan hitta foreldra barna sem fædd eru 2007-2009 og 2010 og yngri, á mánudagskvöldið n.k. í fundaraðstöðu ÍBA í Íþróttahöllinni. Fundurinn byrjar kl. 20:00. Gengið inn í Höllina að austaverðu og þar upp á aðra hæð. Við ætlum að fara yfir æfingar og keppnir vetursins og kynna þjálfarateymin. Sjáum vonandi sem flesta. Kveðja, Alpagreinanefnd SKA og þjálfarar.