UMÍ - skíðaganga með hefðbundinni aðferð

Í dag, sunnudag, var seinni gangan á UMÍ haldin í Kjarnaskógi. Ákveðið hafði verið að hafa gönguna þar eins og í gær því að veðurspáin var mjög ótrygg. Í dag var keppt í skíðagöngu með hefðbundinni aðferð.

Unglingameistarar urðu:

13-14 ára stelpur: Unnur Guðfinna Daníelsdóttir SFÍ

13-14 ára strákar: Jón Haukur Vignisson SFÍ

15-16 ára stúlkur: Hrefna Dís Pálsdóttir SFÍ

15-16 ára piltar: Ævar Freyr Valbjörnsson SKA

Við hjá SKA viljum þakka keppendum, þjálfurum og öðrum gestum fyrir komuna. Einnig hefði mótið ekki verið haldið án öflugra sjálfboðaliða/starfsmanna. Takk fyrir!