UMÍ komið á fullt!

Startið í skikrossinu
Startið í skikrossinu

Eftir að aflýsa þurfti fyrsta keppnisdegi í gær, föstudag, fór keppnin á fullt í dag. Skíðagangan flutti sína keppni niður í Kjarnaskóg. Þar sem að aflýsa þurfti í gær þá var keppt bæði í skíðagöngu með frjálsri aðferð og tveimur tímum eftir það fór í gang para-skikross. Þar sem að keppt er í tveggja manna liðum, í stuttri braut með ýmsum hindrunum. Hver þátttakandi fór þrjá spretti.

Í keppni með frjálsri aðferð eru þetta nýju Unglingameistaranir:

13-14 ára stúlkur: Unnur Guðfinn Daníelsdóttir

13-14 ára drengir: Jón Haukur Vignisson SFÍ

15-16 ára stúlkur: Hrefna Dís Pálsdóttir SFÍ

15-16 ára drengir: Hilmar Tryggvi Kristjánsson SFÍ

Í skikrossinu komu svo fyrst í mark Hrefna Dís Pálsdóttir og Askur Freyr Andrason eftir spennandi keppni

Sjá nánar á timataka.net