Þrjú hlutu ferðastyrk úr Afrekssjóði Akureyrar

Katla Björg Dagbjartsdóttir, Baldur Vilhelmsson og Benedikt Friðbjörnsson hlutu öll styrk úr Afrekssjóði Akureyrar sem veitir styrk til akureyskra afreksíþróttamanna til æfinga og keppni undir merkjum ÍBA jafnt innanlands sem utan. Í augum sjóðsins er afreksmaður í íþróttum sá sem á landsvísu nær framúrskarandi árangri í íþróttagrein sinni og keppir um Íslands- eða bikarmeistaratitla eða sambærilega titla á fjölþjóðlegum stórmótum. Styrkveiting er háð umsókn keppandans sjálfs en umsóknin fer fram undir merkjum hvers félags fyrir sig. 

Við óskum Kötlu, Baldri og Benna innilega til hamingju. 

SKA

_______________________________________________

Frekari upplýsingar um Afrekssjóð Akureyrar: 

https://www.akureyri.is/ithrottamal/fristundarad/afrekssjodur