Þriðji og síðasti keppnisdagur Andrésar Andarleikanna 2018

Komið er að loka keppnisdegi hér í Hlíðarfjalli á Andrésar Andarleikunum. í dag mun keppni hefjast klukkan 9 í alpagreinum þar sem 14-15 ára flokkur keppir í svigi í Norðurbakka. Klukkan 10 hefst svo keppni hjá 6-7 ára drengjum í stórsvigi í Andrésarbrekku og 4-7 ára stúlkur spreyta sig á leikjabrautinni í Ævintýraleiðinni. 11 ára krakkar keppa í stórsvigi í Suðurbakka og hefst keppni hjá þeim klukkan 10.

Í brettunum fer fram keppni í brettacrossi í Suðurgili og hefst keppni hjá 5-10 ára klukkan 9 en klukkan 11 hjá 11-15 ára.

Í göngunni hefst keppni klukkan 11 þar sem 4-8 ára krakkar fara í leikjabraut og klukkan 11:45 hefst svo keppni í boðgöngu í flokkum 9-15 ára.

Verðlaunaafhending og mótsslit hefst klukkan 15 í Íþróttahöllinni. Í dag verða veitt verðlaun fyrir leikjabrautirnar og þær keppnisgreinar sem fram fara í dag.