Þriðji og síðasti dagur Andrésar Andarleikanna 2019 runninn upp

Þriðji og síðasti keppnisdagurinn á Andrésar Andarleikunum 2019 er runninn upp.

Í dag hefst keppni klukkan 9 þar sem 14-15 ára krakkar munu keppa í svigi í Norðurbakka. Einnig hefst keppni í brettakrossi í flokki 5-10 ára klukkan 9 og mun hún fara fram í Hjallabraut.

Klukkan 10 munu 4-7 ára stúlkur þreyta leikjabraut í Ævintýraleiðinni og 6-7 ára drengir munu keppa í stórsvigi í Andrésarbrekku. Keppni hefst einnig klukkan 10 í Suðurbakka þar sem 11 ára flokkur mun keppa í stórsvigi.

Á göngusvæðinu hefst keppni klukkan 11 þar sem 4-8 ára krakkar munu þreyta leikjabraut. Klukkan 11:45 hefst svo boðganga í flokki 9-15 en brautin verður styttri í ár vegna aðstæðna í fjallinu.

Klukkan 11 munu 11-15 ára krakkar keppa í brettakrossi í Hjallabraut.