Sumardagurinn fyrsti á Andrésar Andarleikunum

Kalli kanína
Kalli kanína

Kalli kanína kemur í mark

Góðan daginn og gleðilegt sumar.

Klukkan 9 í morgun hófst keppni á fyrsta degi 43. Andrésar Andarleikanna. 14-15 ára drengir og stúlkur hófu keppni þá í Suðurbakka. Klukkan 10 hefst keppni í svigi í flokki 12-13 ára í Norðurbakka og í Andrésarbrekkunni munu 9 ára krakkar keppa í svigi.

Keppni í brettastíl og göngu mun hefjast klukkan 11.

Öll úrslit koma inn á síðuna fljótlega eftir að keppni lýkur í hverri grein.