Stóðu sig vel á Evrópuhátíð Ólympíuæskunnar

SKA átti tvo iðkendur í skíðagöngu á Evrópuhátíð Ólympíuæskunnar. Það voru þau Fanney Rún Stefánsdóttir og Egill Bjarni Gíslason. Keppnisprógrammið hjá þeim var þétt en þau kepptu í skíðagöngu með hefðbundinni aðferð, skíðagöngu með frjálsri aðferð, sprettgöngu og að lokum 4 manna boðgöngu. Í boðgöngunni voru 2 strákar og 2 stelpur. Hin í liðinu voru Kolfinna Íris Rúnarsdóttir og Jakob Daníelsson frá Skíðafélagi Ísfirðinga. 

Þau Egill Bjarni og Fanney Rún stóðu sig  vel og eru flottir fulltrúar SKA. Hér er hægt að finna öll úrslit þeirra á mótinu:

Skíðaganga - hefðbundin aðferð

Skíðaganga - frjáls aðferð

Sprettganga

Boðganga

Þjálfarar með skíðagöngukrökkunum voru Vadim Gusev (SKA) og Tormod Skjerve Vatten (SFÍ)