Snjóbrettamót síðustu helgi í Hlíðarfjalli

Bikarmót SKÍ og FIS mót var haldið um liðna helgi í Hlíðarfjalli og var keppt bæði í slopestyle (brettastíl) og big air (risastökki).

Keppendur í flokkum U13, U15, U17 og fullorðisflokki kepptu á bikarmóti, en keppendur í flokkum U15, U17 og fullorðisflokki kepptu til FIS stiga í sameiginlegum fullorðisflokki. Yngri keppendum var jafnframt boðið til leiks og mættu fjölmargir ungir og efnilegir krakkar til keppni í flokkum U9 og U11.

Keppendur frá SKA stóðu sig með prýði á mótinu, en alls komu keppendur frá 4 félögum á landinu. Öll úrslit má sjá hér.

 

Brettadeild SKA þakkar keppendum, foreldrum, þjálfurum og öðrum fylgifiskum fyrir komuna á mótið!