SMÍ - Skíðaganga með hefðbundinni aðferð.

Karlarnir hafa nú lokið sinni keppni í dag. 15 km með hefðbundinni aðferð. Snorri Einarsson Ulli bætti við sig þriðja íslandsmeistaratitlinum og vann nokkuð örugglega. En Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson SKA átti frábæra keppni í dag og var mjög öruggur í öðru sætinu. Glæsilegur árangur! Frændi Ragnars, Jakob Daníelsson SFÍ, átti einnig góða göngu og varð þriðji. Úrslitin í FIS-mótinu eru þau sömu.

1. Snorri Einarsson Ulli

2. Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson SKA

3. Jakob Daníelsson SFÍ

Gísli Einar Árnason SKA varð númer 6 og Arnar Ólafsson 9.

Sjá nánari úrslit á timataka.net og HÉR