SMÍ - 5 og 10 km skíðaganga með frjálsri aðferð

Áfram heldur Skíðamót Íslands á Ísafirði, þar sem að skíðagöngugreinarnar fara fram. Föstudag var keppt í 5 km skíðagöngu kvenna og 10 km skíðagöngu karla með frjálsri aðferð. Keppnin var með hópræsingu.

Aftur var gríðarlega jöfn keppni um sæti á palli. 

Í karlaflokki varð Snorri Einarsson Ulli íslandsmeistari nokkuð örugglega en baráttan um annað sætið var geysihörð. Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson SKA og Dagur Benediktsson komu í mark á sömu sekúndu en Ragnar var dæmdur á undan. Sama röð var einnig á FIS-mótinu sem haldið er samhliða. Ragnar hefur þá fengið silfur og brons í fyrstu tveimur göngum landsmótsins.

1. Snorri Einarsson Ulli

2. Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson SKA

3. Dagur Benediktsson SFÍ

 Gísli Einar Árnason SKA varð númer 5 og Arnar Ólafsson 9. Arnar varð annar í flokki 19-20 ára.

 

Í kvennaflokki var baráttan um fyrsta sætið í FIS-mótinu mjög jöfn og líkt og hjá körlunum þurfti að notast við myndbandsupptöku til að skera úr um sigurinn. Það fór svo að Kristrún Guðnadóttir var sjónarmun á undan Karin Björnlinger SKA. Þriðja í FIS-mótinu var síðan Jona Aurora Renaa Noregi.

Kristrún varð þá íslandsmeistari í kvennaflokki en í öðru sæti varð síðan Gígja Björnsdóttir SKA. Frábært hjá Gígju! Þriðja varð svo Anna María Daníelsdóttir SFÍ.

1. Kristrún Guðnadóttir Ullur

2. Gígja Björnsdóttir SKA

3 Anna María Daníelsdóttir SFÍ

Fanney Rún Stefánsdóttir SKA varð svo númer 7 í FIS-mótinu og 5 á landsmótinu. Fanney var líka númer 2 í flokki 17-18 ára.