Skíðamót Íslands hafið á Ísafirði.

Fimmtudaginn, 4. apríl, hófst Skíðamót Íslands á Ísafirði. Keppt var í sprettgöngu karla og kvenna og var spretturinn með hefðbundinni aðferð. 

Fyrst í kvennasprettinum var Karin Björnlinger SKA, Kristrún Guðnadóttir Skíðagöngufélaginu Ulli númer tvö og Inger Kvaale Gissinger Noregi varð þriðja.

Karin keppti fyrir SKA en sem gestur á landsmótinu þar sem að hún er með sænskt keppnisleyfi og getur þar af leiðandi ekki orðið Íslandsmeistari. Röðin á Íslandsmótinu er því þessi:

1. Kristrún Guðnadóttir Skíðagöngufélaginu Ulli

2. Anna María Daníelsdóttir Skíðafélagi ísfirðinga

3. Kolfinna Rúnarsdóttir Skíðafélagi ísfirðinga

Fanney Rún Stefánsdóttir SKA varð númer 4.

 

Í karlaflokki var æsispennandi keppni. Þar átti SKA mann á palli. Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson varð þar númer þrjú eftir harða baráttu um pallsætin. En Snorri Einarsson, sem átti frábært Heimsmeistaramót og varð nr. 18 í 50 km, vann sprettgönguna.

Röðin varð þessi:

1. Snorri Einarsson Skíðagöngufélaginu Ulli

2. Dagur Benediktsson Skíðafélagi ísfirðinga

3. Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson SKA

Arnar Ólafsson SKA varð númer 8

Öll úrslit er að finna á timataka.net og einnig er hægt að fylgjast með því sem er að gerast á facebook-síðu landsmótins.