.
Á haustfundi SKA sem fram fór á Múlabergi í gær, 13. nóvember, var SKA veitt gæðaviðurkenningin Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.
Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri heiðraði fundinn með nærveru sinni, en hann var mættur til að veita félaginu viðurkenninguna.
Viðar hefur umsjón með því gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snýr að því að auka gæði og innihald þess starfs sem unnið er innan aðildafélaga. Viðar hélt stutta ræðu og vitnaði í gátlista ÍSÍ fyrir Fyrirmyndarfélög og telur hann listann vera frábæran verkfærakassa fyrir öll aðildafélög sem vilja auka gæðin í sínum störfum. Hann nefndi að SKA hefði uppfyllt langflest atriði á gátlista ÍSÍ og útskýrði að atriði þessi væru unnin og skilgreind af aðildafélögunum sjálfum. Innihald gátlistans væru atriði sem forsvarsmenn aðildarfélaga ÍSÍ hefðu sammælst um að skiptu mestu máli í starfsemi íþróttafélaga. Viðar hvatti alla starfsmenn skíðafélagsins til að tileinka sér þá hluti sem á listanum eru og hafa þá í hávegum í sínum störfum. Listinn tryggir samhljóm í allri starfsemi félagsins þar sem allir róa í sömu átt.
Viðar kallaði að lokum Ellert Örn Erlingsson, forstöðumann íþróttamála Akureyrarbæjar og Helgu Björgu Ingvadóttur, framkvæmdastjóra ÍBA upp á svið og veittu þau SKA gæðaviðurkenninguna Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.
Það voru þau Fannar Gíslason formaður SKA og Halla Sif Guðmundsdóttir varaformaður SKA sem tóku á móti viðurkenningunni fyrir hönd félagsins.
pósthólf 346 - 602 Akureyri
kt. 480101-3830
Banki Íslandsbanki
Reikningur nr. 0565-26-5099
skaakureyri@gmail.com
.