.
Helgina 5.-6. febrúar fór fram Bikarmót í flokki 12-13 ára og 14-15 ára í Hlíðarfjalli.
Rétt um 90 þáttakendur frá öllu landinu voru skráðir til leiks og var keppt í stórsvigi á laugardag og svigi á sunnudag.
Aðstæður voru krefjandi en mikið hafði snjóað í aðdraganda mótsins og var færið mjúkt en keppendur létu það ekki á sig fá á laugardeginum.
SKA krakkar sigruðu 3 mót af fjórum á laugardegi það er segja Stórsvigi 14-15 stúlkna og drengja og 12-13 ára stúlkna.
Þess má geta að í flokki 12-13 ára stúlkna sigraði Guðrún Dóra Erlingsdóttir í stórsvigi með nokkrum yfirburðum og var í þríðja sæti í svig en hún keppti handleggsbrotin.
Í flokki 14-15 ára stúlkna voru allar 5 SKA stelpurnar í fyrstu 8 átta sætunum 1, 2, 3, 5 og 8. þar var Eyrún Erla Gestsdóttir fremst í flokki.
Ólafur Kristinn Sveinsson sigraði í stórsvigi 14-15 ára og var Maron Dagur Gylfason í 10 sæti.
Í stórsvigi drengja 12-13 ára var Sindri Már Jónsson í 7 sæti.
Á sunndeginum tókst eingöngu að halda eitt af fjórum mótum í svigi vegna þess að sambland af litlu eða engu skyggni og mjúkt færi gerði keppni og áhættusama og var því mótinu aflýst en í skoðun er hvort og hvenær þau verði haldin síðar.
pósthólf 346 - 602 Akureyri
kt. 480101-3830
Banki Íslandsbanki
Reikningur nr. 0565-26-5099
skaakureyri@gmail.com
.