.
Eins og vonandi flestir Akureyrskir skíðaáhugamenn vita þá opnaði Hlíðarfjall fyrir almenning á fimmtudaginn síðastliðinn, 4. Desember. Margir hafa beðið lengi eftir þessum degi og nú má með sanni segja að skíðaveturinn 2025-2026 sé hafinn.
Skíða- og brettakrakkarnir okkar hafa þó æft af krafti undanfarnar vikur eins og áður hefur komið fram. Í dag var þar engin undantekning á.
Krakkarnir okkar æfðu í morgun við frábærar aðstæður og var svo blásið til heljarinnar veislu eftir æfingu.
Halla Sif Guðmundsdóttir varaformaður SKA, skíðamamma og fyrrverandi skíðadrottning efndi til kakóboðs fyrir krakkana sem og foreldra þeirra til að keyra veturinn í gang, eiga notalega stund og þjappa hópnum saman. Tilefnið var einnig það að í gær var Dagur sjálfboðaliðans(e. International volunteer day). Um ræðir alþjóðlegan dag sem haldin er 5. Desember ár hvert með það að markmiði að fagna og heiðra sjálfboðaliða, vekja athygli á mikilvægi þeirra í öllu félagsstarfi sem og að hvetja fleiri til þátttöku í sjálfboðastarfi.
Eins og allir vita þá er starf SKA, líkt og annarra íþróttafélaga, drifið áfram af sjálfboðaliðum - kröftugum foreldrum og fólki sem eru í senn ómissandi og ómetanleg fyrir félagið og ávallt tilbúin að ráðstafa tíma sínum og orku í þágu félagsins.
Það ríkti mikil gleði á skaflinum í dag og ljóst er að framundan er ævintýralegur skíðavetur.
Takk fyrir komuna á skaflinn í dag.
pósthólf 346 - 602 Akureyri
kt. 480101-3830
Banki Íslandsbanki
Reikningur nr. 0565-26-5099
skaakureyri@gmail.com
.