Ragnar og Isak búnir með sprettgönguna

Ragnar Gamalíel og Isak tóku þátt í sprettgöngunni á HM í Seefeld fimmtudag. Isak varð fyrstur íslendinga í 75. sæti og Ragnar varð númer 94. Þátttakendur voru 145. Ragnar bætti sig á heimslista. Aðrir íslendingar voru Dagur Benediktsson 84 og Albert Jónsson 97. Kristrún Guðnadóttir keppti einnig og varð í 65 af 110 þátttakendum og er það sennilega besti árangur íslenskrar konu á stórmóti.
Viðtöl við þátttakendur og úrslit frá sprettgöngunni er að finna á heimasíðu Skíðasambandsins HÉR

Það er gaman að segja frá því að þetta er fyrsta stórmót Ragnars og það eftir að hann snéri aftur í skíðagöngusporið.