Öryggisprófun á nýju lyftunni

Um helgina stóðu sjálfboðaliðar SKA vaktina og hlóðu nýju lyftuna af salt- og sandpokum til að prófa bremsubúnaðinn. Sérfræðingar frá útlöndum stjórnuðu eftirlitinu úr stjórnunarrými lyftunnar og sjálfboðaliðarnir fermdu og affermdu lyftunna.  Fimmtíu stólar voru hlaðnir af 350kg hver sem líkir eftir því að lyftan sé fullsetin, 4 manneskjur í hverjum stól á leiðinni upp. 700 kg voru þannig færð til og frá 50 sinnum svo gera má ráð fyrir að að einhverjir verði með stífa handleggi og bak þegar þeir vakna á morgun. 

Þarna komu saman í verki Vinir Hlíðarfjalls, starfsmenn Hlíðarfjalls og aðstandendur í SKA.

Nú erum við einu skrefi nær að koma lyftunni í gang. Vel gert! 

SKA