Opin landsliðsæfing í skíðagöngu á Akureyri

Dagana 16.-19. ágúst verður haldin, á Akureyri, opin landsliðsæfing/samæfing SKÍ. SKA sér um framkvæmd æfingarinnar og er æfingin opin fyrir iðkendur fædda 2006 og eldri.

Búist er við uþb 25-30 þátttakendum og þar af eru 10 frá SKA


Dagskrá æfingarinnar er þannig:

Fimmtudagur 16.ágúst
18:00 Hjólaskíði (Classic, double poling towards the intersection in Hrafnagil)

Föstudagur 17.ágúst
09:00 Hlaup með stafi (Elghufs w. Poles - 6x6 senior men, 5x6 senior women & junior, 4x5 up to 16y. Start at Glerá and follow the mountain road up to the top of Hlíðarfjall)
16:00 Hjólaskíði (Skate with speed)

Laugardagur 18.ágúst
09:00 Hjólaskíði (Skate test, Hlíðarfjallsvegur to the top, mass start)
16:00 Hjólaskíði og styrkur (Classic + strenght)

Sunnudagur 19.ágúst
09:00 Hlaup (Long run w. Poles and agility training after appox. 1h, start Kjarnaskógur and into Glerárdalur).

Vegard Karlstrøm, landsliðsþjálfari, sér um æfinguna og hefur þjálfara félaganna sér til aðstoðar.

Landsliðið, þar sem við höfum meðal annara, Isak Stiansson SKA, mun síðan halda æfingum áfram á Akureyri út miðvikudag.

Sjá nánar á ski.is