Ólympíuhátið Evrópuæskunnar lokið - okkar fólk stóð sig með sóma

Guðfinna Eir, Andri Gunnar og Aron Máni
Guðfinna Eir, Andri Gunnar og Aron Máni

Þessa viku hafa þrír iðkendur Skíðafélags Akureyrar verið í Sarajevo og tekið þátt í Ólympíuhátið Evrópuæskunnar. Á mánudaginn keppti Guðfinna Eir Þorleifsdóttir í svigi en náði því miður ekki að klára seinni ferð. Á þriðjudaginn kepptu þeir Andri Gunnar Axelsson og Aron Máni Sverrisson einnig í svigi og náði Andri Gunnar því miður ekki að klára fyrra ferð en Aron Máni var í 43. sæti með 166,59 punkta sem er langt frá hans punktastöðu sem er 117,25 punktar.

Á miðvikudaginn keppti Guðfinna Eir í stórsvigi og var þar í 49. sæti með 152,49 punkta en áður var hún með 153,35 punkta. Í gær fimmtudag kepptu svo strákarnir í stórsvigi og lenti Aron Máni í 58. sæti með 112,26 punkta sem er mjög góður árangur, en áður var hann með 144,55 punkta. Andri Gunnar náði því miður ekki að klára seinni ferð.