Ólympíuhátið Evrópuæskunnar - 9 krakkar frá SKA taka þátt

Vetrarhátíðin fer að þessu sinni fram í Sarajevó og austur-Sarajevó í Bosníu-Hersegóvínu 9.-16. febrúar. Þrír iðkendur SKíðafélags Akureyrar í alpagreinum munu taka þátt. Það eru þau Andri Gunnar Axelsson, Aron Máni Sverrisson og Guðfinna Eir Þorleifsdóttir. Fjórir iðkendur úr brettadeild SKA taka þátt og eru það þeir Baldur Vilhelmsson, Birkir Þór Arason, Bjarki Arnarsson og Kolbeinn Þór Finnsson. Í göngu eru tveir iðkendur frá SKA sem taka þátt og eru það þau Egill Bjarni Gíslason og Fanney Rún Stefánsdóttir. Óskum við þeim öllum góðs gengis og góðrar skemmtunar.