Minningarorð - Magnús Guðmundsson skíðakennari

Magnús Guðmundsson skíðakennari er látinn 88 ára að aldri. Það er erfitt fyrir unga iðkendur Skíðafélagsins að gera sér grein fyrir því hversu miklu máli það skipti fyrir lítið félag langt norður við heimskautsbaug að eiga slíka heimsmenn að sem Magnús var. Magnús fór ungur að árum til Bandaríkjanna þar sem hann, þá margfaldur íslandsmeistari í golfi og á skíðum - lærði listina að kenna og þjálfa fólk á skíðum. 

Á þessum tíma gátu ungir meðlimir skíðafélagsins ekki flett upp tækniatriðum á Youtube eða skellt sér upp í flugvél til að skreppa á námskeið. Slíkt var tæknilega ómögulegt og ferðalög voru dýr og ferðir stopular. Það var því mikill fengur fyrir unga Akureyrska skíðamenn þegar svo vildi til að Magnús kom heim með nýjustu fréttir af því hvernig best væri að beita tækninni á skíðunum. 

Fyrir nákvæmlega 50 árum síðan kom Magnús heim til Akureyrar og sagt var frá því í Morgunblaðinu hvernig hann kenndi til dæmis þeim frænku skíðamönnum Ívari Sigmundssyni, Hauki Jóhannssyni, Árna Óðinssyni og Karólínu Guðmundsdóttur hvernig ætti að beita líkamsþunganum til að ná sem mestum árangri í beygjunum og hvernig gleið staða á skíðunum væri vænlegri til árangurs! 

Það eru líklega enn færri iðkendur sem gera sér grein fyrir því að Magnús var einn af þeim framsýnu mönnum sem stóðu fyrir uppbyggingu gömlu stólalyftunnar og uppsetningu á fyrstu lyftunni í  Strýtunni. Eitthvað sem margir hefðu áður talið glapræði. Magnús var dyggur og kjarkmikill liðsmaður skíðaíþróttarinnar og átti alltaf stóran vinahóp úr hópi skíðamanna á Akureyri. Þrátt fyrir að fjarlægðirnar væru miklar og þeirri staðreynd að Magnús hefði eytt meiri hluta ævi sinnar í Bandaríkjunum rammhélt sú taug sem var á milli vinanna og ættjarðarinnar. 

Fyrir hönd Skíðafélagsins sendum við ættingjum Magnúsar og eftirlifandi eiginkonu hans innilegar samúðarkveðjur með þökk fyrir framlag hans til skíðaíþróttarinnar á Akureyri 

Fyrir hönd ungra og eldri félagsmanna Skíðafélags Akureyrar

Kristrún Lind Birgisdóttir

Formaður 


 

A beloved friend and benefactor of The Akureyri Ski Association (SKA) Magnus Gudmundsson has passed away at the age of 88. It's hard for the younger members of our ski club to recognize the significance and impact of his professional contribution to the club.   

From an early age, Magnus was a promising athlete.  When he moved to the US, he was already a multiple Icelandic champion in both skiing and golf.  Back then people didn´t have access to online coaching or videos showing various ski techniques.  Traveling was also a challenge due to availability and costs.  It was therefore invaluable to have Magnus return to Akureyri with fresh ideas, sharing what he had learned overseas and elevating the standard of local knowledge and talent development. One of the visits was exactly 50 years - Magnus returned and coached his old friends Ívar Sigmundsson, Haukur Jóhannesson, Árni Óðinsson and Karólína Guðmundsdóttir on how to update their styles up to the latest standards. The story even made it to the national newspaper!  

Magnus was also a visionary that had big ideas for how to maximize the potential of Hlíðarfjall. He was instrumental in getting the first chair lift installed and the first lift to Strýtan. Such projects needed guidance and experience, something Magnus had and he helped enormously with developing our ski area at times where access to information was limited. 

Magnus was a good sport and always kept in touch with his old friends in Akureyri. Despite the long distances and the fact that Magnus spent majority of his life in the States, the ties to Akureyri were never broken. 

Dear Susy, Erika and Markus, we are truly sorry for your loss. We are extremely grateful for Magnus´contribution to our little club over the years and we want you to know that his legacy lives on through the difference he's made to skiing in Akureyri. 

On behalf of SKA, 

Kristrún Lind Birgisdóttir
Chairman