María Finnboga og Katla Björg Dagbjartsdóttir gerðu góð mót um helgina.

 

Um helgina voru bæði María Finnboga og Katla Björg Dagbjartsdóttir að keppa á alþjóðlegum FIS mótum. Þær hafa báðar farið vel af stað á tímabilinu og náð að bæta punktastöðuna.
María keppti í svigi báða dagana í Pass Thurn, Austurríki. Á laugardaga endaði María í 11.sæti og bætti sig umtalsvert á heimslista FIS. Fékk hún fyrir mótið 45.22 FIS stig. Á Sunnudag endaði María í 18.sæti og gerði 54.66 FIS stig sem er einnig bæting á heimslista en hún er með 59.14 FIS stig á núverandi lista.
Katla Björg keppti einnig í svigi báða dagana í Solda á Ítalíu. Á laugardag endaði Katla Björg í 9.sæti og fékk 69.77 sem er mikil bæting en í dag er hún með 97.09 FIS stig. Á sunnadag náði hún ekki að ljúka keppni.