María Finnboga heldur áfram að standa sig vel.

María á ferð í Flachau
María á ferð í Flachau

María Finnboga keppti á fjórum FIS mótum í Austurríki nú rétt fyrir jólin. Tvö stórsvig St. Lambrecht og tvö svig í Flachau. Í fyrra stórsviginu endaði hún í 44. sæti og fékk fyrir það 93,74 punkta sem er aðeins hærra en hún er með á FIS listanum en hún er með 91,52 punkta. Í seinna stórsviginu náði hún ekki að klára fyrri ferðina. Í svigmótunum í Flachau endaði hún í 10 sæti í fyrra mótinu og fékk 59,22 punkta. Í seinna mótinu endaði hún í 11. sæti og fékk 51,26 sem er hennar næst besta mót í svigi hingað til og mun hún þá lækka sig eitthvað á næsta lista en hún er með 49,94 punkta í svigi. Vel gert hjá Maríu og gaman að sjá að hún er að bæta sig jafnt og þétt þessa dagana.