Keppni hefst klukkan 10 í dag

Í dag hefst keppni klukkan 10 í Andrésarbrekku þar sem stjörnuflokkur 7-15 ára keppnir í stórsvigi. Þegar þau hafa lokið keppni hefst keppni hjá 8 ára krökkum í sömu brekku.

Í Norðurbakka hefst keppni einnig klukkan 10 þar sem 9 ára krakkar keppa í stórsvigi og í Suðurbakka hefja 12-13 ára krakkar keppni klukkan 10 einnig í stórsvigi.

Eftir hádegi hefst keppni klukkan 13 í alpagreinum þar sem 6-7 ára stúlkur munu keppa í stórsvigi í Andrésarbrekku. 4-7 ára drengir spreyta sig á leikjabraut í Ævintýraleiðinni.

Í göngunni hefst keppni klukkan 12 hjá 12-15 ára krökkum í göngu með frjálsri aðferð og klukkan 13:30 hefst keppni hjá 6-11 ára krökkum í sömu grein.