Keppni á 44. Andrésar Andarleikunum hófst klukkan 9 í morgun.

Í morgun hófst keppni á 44. Andrésar Andarleikunum. Klukkan 9 í morgun var keppt í stórsvigi í Suðurbakka í flokki 14-15 ára, klukkan 10 var keppt í svigi í Suðurbakka í flokki 12-13 ára og í Andrésarbrekku hófst keppni klukkan 10 í svigi í 9 ára flokki. 

Í brettastíl hófst keppni klukkan 11 og einnig í göngunni þar sem keppt var í hefðbundinni göngu.

Eftir hádegi hefst keppni klukkan 13:30 í Andrésarbrekku í svigi í 8 ára flokki, í Norðurbakka í svigi í 11 ára flokki og í Suðurbakka í stórsvigi í 10 ára flokki. 

Andrésar Andarleikarnir eru með facebook síðu sem gaman er að fylgjast með á.