Katla Björg náði frábærum árangri á HM í stórsvigi

Katla Björg Dagbjartsdóttir átti stórleik á heimsmeistaramótinu í alpagreinum þar sem hún náði 34. sæti í stórsvigi. Katla var með rásnúmer 75 og varð í 41. sæti eftir fyrri umferð. Katla Björg hefur þannig bætt sig heilmikið á heimslistanum og fékk 95,13 stil fyrir mótið. 

Við erum gríðarlega stolt af árangri Kötlu sem hefur sýnt gríðarlegan styrk. Til hamingju!