Jólakveðja 2018

Kæru félagar. Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarfið og samvinnuna á árinu sem er að líða. Hetjurnar sem gætu verið á myndinni eru foreldrarnir sem standa vaktina til að halda úti starfsemi félagsins hvernig sem viðrar, þjálfararnir sem yfirgefa ekki svæðið fyrr en síðustu verðlaunin hafa verið veitt og félagar sem starfa áratugum saman með félaginu þrátt fyrir að börnin þeirra séu löngu flognir úr hreiðrinu. 

Þökkum stuðninginn
Stjórn SKA