Íþróttakona og íþróttamaður SKA kjörin á Haustfundi SKA í gær

Íþróttakona SKA árið 2025 er Sonja Lí Kristinsdóttir alpagreinum.

  • Tók þátt á heimsmeistaramóti unglinga í Tarvisio Ítalíu

  • Lenti í 9. sæti í svigi á FIS-móti í Vassfjellt í ferbrúar

  • Íslandsmeistari í svigi á skíðamóti Íslands

  • Ný komin úr meiðslum síðasta keppnistímabil

  • Æfir í Noregi með NTG í Geilo. 

 

Íþróttamaður SKA árið 2025 er Einar Árni Gíslason skíðagöngu.

  • Bikarmeistari SKÍ í karlaflokki

  • Annað og þriðja sæti i einstaklingsgöngunum á Skíðamóti Íslands sem fram fór í Hlíðarfjalli.

  • Tók þátt í heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem fram fór í Þrándheimi í Noregi.

  • B landslið í skíðagöngu

  • Æfir í Noregi

Þau voru ekki á svæðinu og það voru því feður þeirra, Kristinn Magnússon og Gísli Einar Árnason sem tóku við viðurkenningunum fyrir þeirra hönd.

Skíðafélag Akureyrar óskar Sonju Lí og Einari Árna innilega til hamingju með viðurkenninguna og óskar þeim góðs gengis fyrir komandi tímabil.