Isak og Ragnar keppa á morgun, fimmtudag, á HM

HM í norrænum greinum var formlega sett miðvikudagskvöld. Á morgun hefst svo keppni í skíðagöngu og er það sprettganga með frjálsri aðferð sem að er á prógramminu. SKA á tvo þátttakendur í sprettinum en það eru þeir Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson og Isak Stiansson Pedersen. 

Í viðbót við þá eru svo þrír aðrir íslendingar með á morgun. Dagur Benediktsson og Albert Jónsson SFÍ og Kristrún Guðnadóttir frá Ulli. 

Fyrsta umferð (prolog)  í karlaflokki hefst kl. 11.50 að íslenskum tíma. Isak er með startnúmer 69 og Ragnar 97, sjá hér. 30 bestu tímarnir komast svo áfram í aðra umferð sem þá er úrsláttarkeppni