Hermannsgangan 25. janúar

Hermannsgangan, almenningsganga SKA í Íslandsgöngumótaröðinni, var haldin laugardaginn 25. janúar. Um 130 manns tóku þátt að þessu sinni. Aðstæður voru krefjandi. Úrkoma, lélegt skyggni og skafrenningur. Nánast allir þátttakendur kláruðu samt gönguna og óskum við þeim til hamingju og vonumst til þess að sjá sem flesta að ári.

SKA þakkar öllum þeim sem að komu að framkvæmd mótsins kærlega fyrir þeirra framlag. Næsta almenningsgangan í Íslandsgöngumótaröðinni verður Fjarðargangan sem haldin verður á Ólafsfirði 8. febrúar.

Myndir og tíma má finna HÉR