Hermannsgangan 2020

Hermannsgangan 2020 verður haldin í Hlíðarfjalli næstkomandi laugardag, 25. jan, í Hlíðarfjalli.

Hermannsgangan er fyrsta skíðagangan í Íslandsgöngumótaröðinni sem í ár samanstendur af 7 skíðagöngum víðsvegar um landið. Þessar skíðagöngur eru almenningsgöngur og aðalmarkmiðið með þeim er að fá alla til að vera með í þessum skemmtilegu skíðagöngum hvort sem að fólk er að keppa að verðlaunum, við sjálfan sig eða bara að vera með og njóta félagsskaparins og útiverunnar. 

Vegalengdirnar sem að hægt er að velja á milli eru 24 km (sem telur til stiga í Íslandsgöngumótaröðinni), 12 km og 4 km

Allir flokkar eru svo ræstir út kl. 12.00 en nýtt í ár er að þátttakendur í lengstu vegalengdinni, 24 km, geta valið að starta fyrr eða á milli 10:30 og 11:00. Þetta fyrir þá sem að vilja taka þetta aðeins rólegar. 

Nú er um að gera að skrá sig og vera með í þessari fyrstu Íslandsgöngu í vetur. Skráing fer fram á netskraning.is og athugið að þátttökugjald hækkar eftir 19.01.