Haustæfingar allar greinar 2019

Haustæfingar eru tilbúnar fyrir alla aldurshópa - sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan og á Facebook síðum deildanna. Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn skrái iðkendur í gegnum Nóra - https://iba.felog.is/ - og greiði fyrir haustæfingarnar. Nýjir iðekndur yngri en 12 ára eru velkomir að prófa að æfa í öllum deildum og þurfa ekki að greiða fyrr en 1. október. Þá þarf að senda tölvupóst á Helgu Kristínu Helgadóttur gjaldkera og hún skráir nýja iðkendur inn í samráði við forráðamenn - skagjaldkeri@simnet.is
Hlökkum til að sjá sem flesta
SKA

Alpagreinar

11 ára og yngri (fædd 2007 og síðar): Sunnudagar kl. 11:00 í Kjarnaskóg, sameiginleg útiæfing alpa og skíðagöngukrakka. Æfingagjöld: 5000 kr.

12-15 ára: Mánudags og fimmtudags þrekæfing úti kl 17.00 -18.15. Mæting við Akureyrarsundlaug. Laugardaga inniæfing í Crossfit Akureyri 12-13. 
Þjálfarar; Magnús Finnsson s. 8974797. Verð 30.000.-

16 ára og eldri: Mánudaga kl.17:30, útiþrek mæting við Akureyrarsundlaug. 

Þriðjudaga og fimmtudaga kl.17:30 lyftingar í KFA (Sjafnarhúsið). Laugardaga innniæfing í Crossfit Akureyri 12-13. Þjálfari; Fjalar Úlfarsson s.898 9822 . Verð 40.000,-

Viðeigandi Facebookgrúppur eru á þessari síðu - smellið hægra megin til að finna réttan aldurshóp.


Skíðaganga


12 ára og yngri: Sunnudagar kl. 11:00 í Kjarnaskóg, sameiginleg útiæfing alpa og skíðagöngukrakka. Æfingagjöld: 5000 kr.

13 ára og eldri: Miðvikudaga kl. 17.30, Laugardaga kl. 11.00 og Sunnudaga kl. 11.00 í Kjarnaskógi. Miðvikudags- og laugardagsæfingarnar eru á mismunandi stöðum. Upplýsingar hjá þjálfurum. Æfingagjöld: 17.000 kr.

Þjálfarar; Vadim Gusev 6988152 (Eldri hópur) og Veronika Guseva 6638152, Una Salvör Gunnarsdóttir (Yngri hópur). Ekki hika við að hafa samband við þau símleiðis eða í sms.

Nánari upplýsingar á Facebookgrúppu skíðagöngu

Bretti


Á sunnudaginn 8. september förum við af stað með haustæfingarnar okkar eins og í fyrra. Við munum halda uppteknum hætti og æfa 1 x í viku í Íþróttahúsinu í Giljaskóla. Allir hópar æfa og munu Ari Steinar Hilmarsson og Kristján Bergmann Tómasson sjá um æfingarnar með aðstoð annara foreldra. Æft verður kl. 10:30 - 12:00 á sunnudögum.


Við ætlum auka við haustæfingarnar fyrir 2009 og eldri. Möguleiki verður fyrir þann aldur að bæta við Crossfitti 1 sinni í viku. Brynjar í Crossfit Hamri mun sjá um æfingarnar og æfum við með afrekshóp sundfélagsins Óðins. Alveg geggjuð viðbót að okkar mati


Æfingar verða þá þannig:
Fyrir 2010 og yngri: Giljaskóli 1 x í viku = 5000
Sunnudagar Kl. 10:30-12:00
Fyrir 2009 og eldri: Giljaskóli 1 x i viku = 5000
Sunnudagar 10:30-12:00
Fyrir 2009 og eldri: Giljaskóli 1 x + Crossfit 1 x = 12.000
Crossfit Hamar: 10-13 ára: fim kl. 15:30-16:30
Crossfit Hamar: 14-18 ára: mið 15:00 - 16:00
Giljaskóli: 10-18 ára: Sunnud. kl. 10:30

Nánar á Facebookgrúppu brettadeildar
_______________________________
Allir nýjir iðkendur fá frítt í september. Við tökum vel á móti nýjum áhugasömum krökkum. Skráningar fara fram í Nóra undir ÍBA - https://iba.felog.is/ - það getur valdið ruglingi en KA og Þór eru til dæmis með sér gátt inn á Nóra.
Við erum alltaf að leita að áhugasömum foreldrum til að taka þátt - það er hressandi og skemmtilegt að taka þátt í starfsemi SKA, alltaf eitthvað fyrir alla. Endilega sendið okkur línu á skaakureyri@gmail.com eða hringið í Kristrúnu formann SKA í síma 8999063.